Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Alveg eins klikkuð

Á vef tímaritsins Lifandi Vísindi er áhugaverð grein um nýleg trúarbrögð í eyríkinu Vanuatu.

Ritstjórn 22.02.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 22/02/07 08:05 #

Mér finnst þessi grein alveg hreint mögnuð. Hún skýrir út svo margt sem getur gerst þegar frumstæðir ættbálkar skilja ekki þá tækni sem liggur á bakvið.

Ætli jarðarbúar myndu ekki taka geimverur sem kæmu til jarðar í gvuðatölu ef þær myndu einhvern tímann gera sér að leik að mæta á svæðið?


Gunni - 22/02/07 14:40 #

Þetta dæmi þarna á Tanna er stórkostlega skemmtilegt. Ég skrifaði einu sinni um þetta í DV og tengdi hersetunni hér, en á hana "trúðu" einmitt margir: http://www.this.is/drgunni/skiki14.html


Friðrik - 22/02/07 15:59 #

Ég er ekki frá því að Richard Dawkins hafi tileinkað einn kafla í God Delusion þessu fyrirbæri. Hann kaus að kalla það cargo-cults.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 23/02/07 01:23 #

Þetta getur ekki verið tilviljun! Mér var einmitt bent á umfjöllun hins virta eðlisfræðings Richard Feynmans um Kargó-költ í fyrradag.

Sjá hér. Einnig áhugaverðir punktar hjá honum um heiðarleika í vísindum.


Guðmundur I. Markússon - 24/02/07 00:51 #

Richard Dawkins hafi tileinkað einn kafla í God Delusion þessu fyrirbæri. Hann kaus að kalla það cargo-cults.

Richard Dawkins er upphafsmaður margs. En bara svo það sé á hreinu, "kaus hann" EKKI að kalla þetta "cargo cults".

Eins og kemur fram í þessari grein hefur fyrirbærið verið útbreitt í eyjaálfu. Fyrirbærið hefur verið rannsakað mikið og hugtakið "cargo cults" er mun eldra en bók Dawkins--og það sama á við um nafna hans Ríkarð Feynman.

Því er svo við að bæta að slík kargó-kúlt hafa lifað mun lengur en sagt er í þessari grein. Ég hef það frá fyrstu hendi að slík trúarbrögð hafi verið sprelllifandi í Papúa-Nýju Gíneu í lok 9. áratugarins.

Ef ég man rétt byggist þessi trú á samruna forfeðratrúar innfæddra (sem m.a. gengur út á endurkomu forfeðrana) og andúðar þeirra á nýlenduherrum. Góður skammtur af staðfærðri kristni fylgir ekki ósjaldan með. Og oft hefur fólk séð það fyrir sér að forfeðrarnir væru hvítir, og myndu við komu sína á fragtskipum/flugvélum hrekja burtu hvíta kúgara.

Heillandi. En Ríkaðarnir tengjast hugtakinu fragt-kúlt á engan hátt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/02/07 12:46 #

En Ríkaðarnir tengjast hugtakinu fragt-kúlt á engan hátt.

Auðvitað tengjast þeir því með því að fjalla um það, sérstaklega má færa rök fyrir því að Feynman hafi kynnt hugtakið þannig að það náði til almennings.

Það er ágæt umfjöllun um þetta á wikipedia.


Guðm I M - 24/02/07 14:55 #

Eins og þú getur séð, ef þú kærir þig um, var ég að bregðast við því sem sagt var að Dawkins hefði "KOSIÐ" að kalla þetta "cargo-cult"--en það orðalag leggur dæmið upp eins og hann hefði FUNDIÐ UPP hugtakið. Sem hann gerði EKKI.

Það er það EINA sem ég átti við. Það að þeir hafi fjallað um það (og Dawkins amk. aðeins að litlu leyti) breytir engu þar um.

Hvort að Feynman hafi poplariserað hugtakið veit ég ekki og ef ég hef einhverntíma ástæðu til að kynna mér það geri ég það annarsstaðar en á Wikipedia.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/02/07 15:16 #

lol :-)


Guðm I. Markússon - 25/02/07 02:29 #

Gott þú ert í stuði, Matti :)


Snorri E - 25/02/07 15:56 #

allt að verða vitlaust

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.