Eiginlega eru jólin, jólahaldið, jólagjöf kristninnar til heimsins!
Karl Sigurbjörnsson
Líklega hefur herra Karl ekki kynnt sér bókina Sögu jólanna, eða aðrar sögulegar heimildir um uppruna þessarar hátíðar.
Það er ljótt að stela, er það ekki í boðorðunum?
Þá hlýtur það einnig að vera ljótt að stela jólunum, eru það ekki bara einhverjir Tröllar sem gera það? Bæta svo gráu ofan í svart með því að stæra sig af því að hafa gefið þau öðrum.
Ætli við séum þá ekki þjófsnautar ef við höldum kristin jól?
Þetta er dæmigert fyrir kirkjuna, sem ávallt hefur kært sig kollótta um staðreyndir.
Það er algerlega óumdeilt að margar þjóðir hafa haldið hátíð í kring um vetrarsólstöður, til að fagna hækkandi sól, löngu fyrir daga kristninnar. Það er líka óumdeilt að það veit ekki nokkur maður á hvaða árstíma hinn margumræddi Jésú fæddist ( við skulum gefa því sjens að einhver slík persóna hafi hugsanlega verið til) Það er líka óumdeilt að það var ákvörðun seinni tíma kirkjunnar manna að setja fæðingarhátíð frelsarans niður ofan í aldagamlar hátíðarhefðir. Það er ennfremur dagljóst að fæst af því sem tilheyrir jólahefðum á uppruna sinn í kristni. Jólasveinar, jólatré, matar og drykkjarveislur, jólasnjór, hreindýr og allur pakkinn á ekki nokkra einustu tengingu við krosshangann. Þetta vita allir, og þetta veit Biskoppurinn jafnvel og allir aðrir. Samt lætur hann út úr sér fullyrðingu eins og þá sem er upphaf þessa þráðar. "Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera" á því ekki við hér fremur enn í svo mörgum öðrum málefnum kirkjunnar. Þetta er einkar góð sönnun þess að það truflar þá lítið þó að það sem þeir segja sé gegn betri vitund. Sannleikurinn hefur reyndar aldrei þvælst neitt sérstaklega fyrir þessum mönnum, en tilgangurinn helgar meðalið eins og sagt er.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Árni Árnason - 28/12/06 18:20 #
Já, menn sem alast upp við lygar munar ekki um eina lygina enn. Svo má festast í lygavefnum að maður trúi honum sjálfur.