Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Látum Þjóðskrá staðfesta trúfélagsstöðu okkar

Við sögðum frá því á dögunum að Már Örlygsson og fjölskylda hefðu komist að undarlegri skráningu sinni í trúfélag, þegar staðan var könnuð hjá Þjóðskrá. Nú hefur annar bloggari bæst í þann hóp sem rangt er skráður, án þess að nokkur ástæða geti mögulega verið fyrir því að rammtrúlaus maðurinn sé skráður í Þjóðkirkjuna.

Við hvetjum ykkur öll til að fara á þessa síðu og senda Þjóðskrá fyrirspurn. Látið okkur síðan vita ef þið eruð rangt skráð. Ef til vill er þessi pottur mölbrotnari en okkur gæti órað fyrir.

Ritstjórn 24.11.2006
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


baddi - 24/11/06 22:35 #

getur einhver sagt mér hvert "sóknargjöld" óskilgreindra fara. Hún gat allavegna ekki sagt mér það konan á þjóðskránni


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 22:48 #

Það er fjallað um það hérna. Þau fara í Háskólasjóð sem styrkir alls konar verkefni við Háskóla Íslands, peningarnir fara ekki beint í guðfræðideildina!

Hérna geturðu séð í hvað peningarnir fóru á árunum 1988-1996.


baddi - 24/11/06 22:57 #

Óskilgreindir, ekki utan trúfélaga. Ég er utan trúfélaga, þar sem ég skráði mig úr kirkjunni, en konan mín er óskilgreind, þar sem hún er af erlendu bergi brotin og hefur ekki verið skráð í trúfélag.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 23:09 #

Fyrirgefðu, misskildi þig. Mér sýnist á öllu að það gildi það sama, sbr lög um sóknargjöld o.fl

Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands.

Ótilgreinir og þeir sem eru í óskráður trúfélögum hljóta að flokkast í þetta.

En reyndar var það víst stundað að skrá útlending sem fluttu hingað í það trúfélag sem var fjölmennast í heimalandi þeirra.


Jón Frímann - 25/11/06 07:19 #

Ég er skráður utan trúfélaga. Enda skráði ég mig úr þjóðkirkjunni fyrir svona ári síðan.


Eysteinn - 26/11/06 23:47 #

Kvöldið Er ákvæðið um að barn fari sjálkrafa í það trúfélag sem móðirin tilheyrir ekki klárlega brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar? Af hverju ekki föðurs? Veit einhver hvort einhver hafi kært þetta og ef ekki hvert haldið þið að maður ætti að leita til að kæra þetta?

Kv


Árni Þór - 27/11/06 11:03 #

Utan trúfélaga :) Vantrú leiðrétti mína skráningu um daginn..


Ratatoskur - 29/11/06 20:53 #

Ég sagði vinkonu minni frá þessari furðulegu skráningu minni í Þjóðkirkjuna og hvatti hana til að skoða sína líka til öryggis. Vinkona mín fór sér ferð upp á Hagstofu þegar hún var yngri og skráði sig utan trúfélaga. En kemur ekki í ljós núna að hún er líka skráð í Þjóðkirkjuna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 20:55 #

Ég fer bráðum að halda að einhver erindreki Þjóðkirkjunnar hafi komist í tölvukerfi Þjóðskrár!

Vinkona þín hefur vonandi leiðrétt skráninguna.


Hr. Erlendur - 29/11/06 21:55 #

Ég er skráður utan trúfélaga en veit um einn sem skráði sig úr þjóðkirkjunni fyrir fjórum árum og komst að því um daginn að hann er aftur kominn í þjóðkirkjuna. Ég held að hann sé búinn að leiðrétta skráninguna. Hann skipti um lögheimili í fyrra, ætli hann hafi verið sjálfkrafa skráður í þjóðkirkjuna aftur?


Silla - 29/11/06 22:08 #

Getur verið að ef framkvæma þarf einhverjar breytingar í þjóðskrá á einstaklingi, að þá "detti inn" þjóðkirkjan aftur vegna Þess að ef ég skil rétt þá er það sjálfgefin stilling í skráningu. Maður fékk fregnir af því um daginn að nú væri "ferli/starfsháttum" breytt í skráningu, gæti verið að þetta sjálfgefna hak hafi bara verið tekið út.

Tek það fram að þetta eru vangaveltur.

En, ég sendi inn fyrirspurn og fékk staðfesta "utangarðs" skráningu mína og mannsins míns.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 22:21 #

Það kemur mér nokkuð á óvart að frétta af svona nýlegum dæmum, ég hélt það væri löngu búið að lagfæra þetta.


Árni Árnason - 30/11/06 09:43 #

Ég hef lengi haft grun um að skráning í þjóðkirkjuna sé einhverskonar "default"-stilling í tölvukerfi þjóðskrár.

Það varð til dæmis mikil rimma fyrir nokkrum árum þegar fólk í fríkirkjusöfnuðum uppgötvaði að það var allt í einu komið í þjóðkirkjuna af því að það hafði farið til útlanda og flutt heim aftur, eða flutt lögheimili sitt yfir sóknamörk.

Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni um 1970 og hef ekki þorað öðru en að tékka á skráningunni af og til. Þetta hefur sloppið ennþá, en það er greinilega ekki svo um alla.

Það er greinilega það mikið rugl í gangi, að full tilefni væri til þess að láta alla íslendinga staðfesta skráningu sína t.d. á skattframtali.


hogo - 30/11/06 11:23 #

Ég er bara nokkuð hissa á að þetta sé ekki komið í blöðin. Þetta er a.m.k. nokkuð stórt mál.


Darri (meðlimur í Vantrú) - 30/11/06 11:24 #

Ég var að komast að því að ég er skráður í Þjóðkyrkjuna... ég skráði mig úr henni fyrir amk 10 árum... ég man ekki eftir að hafa verið svona reiður í langan tíma!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/11/06 11:26 #

Þetta er afar alvarlegt mál. Nú þarf að hafa samband við fjölmiðla.


Darri (meðlimur í Vantrú) - 30/11/06 12:05 #

Best að taka það fram að ég tékkaði á þessu í algjörri rælni, var 100% viss um að ég væri utan trúfélaga... þannig að ég mæli með því að ALLIR tékki á þessu, sama hve örugg/ur þú ert.


Erik Olaf - 30/11/06 12:09 #

Fyrir utan það hvað það er fáránlegt í sjálfu sér að ríkið haldi utan um trúfélagaskráningu fólks þá finnst mér það enn alvarlegra að fólk sé skráð án þeirra vitundar í þjóðkirkju. Fjölmiðlar þurfa að fá að vita af þessu. Ég er stórhneykslaður. Ég athugaði og sem betur fer var ég ennþá skráður utan trúfélaga. Ég held ég athugi þetta á ársfresti að minnst kosti héðan af.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 30/11/06 12:51 #

Hver vill fara í mál út af þessu? Hér er um stjórnarskrárbrot að ræða, því 64. grein stjórnarskrárinnar segir m.a.:

Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.

Hver getur sannað að hann/hún hafi skráð sig úr þjófkyrkjunni, en síðan "lent" í henni aftur?


Árni Árnason - 30/11/06 13:07 #

Ég var einmitt að hugsa þetta sama, ég hef hingað til ekki haft neitt í höndunum um það að ég sé skráður utan trúfélaga, og því hefði ég ekkert getað sannað ef ég "lenti" einn daginn inn í þjófkirkjunni, og hefði einfaldlega þurft að segja mig úr henni aftur. Núna síðast fékk ég tölvupóst sem staðfesti utansafnaðaskráningu mína,hann prentaði ég út og ætla að geyma tryggilega.


Khomeni - 30/11/06 17:50 #

Ég sendi fyrirspurn og fékk svar 2 dögum síðar. Stelpan mín er ekki í neinu trúfélagi

Endilega tékkið á þessu. ég er viss um að þjófkirkjan fær margar millur á ári fyrir misskilning.


Árni Arnþórsson - 04/09/10 19:20 #

vil sega mig úr þjóðkyrkjuni


Valdís - 05/09/10 00:02 #

Linkurinn virkar ekki :(


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 05/09/10 00:08 #

Þetta er grein frá 2006.

Hér er heimasíða Þjóðskrár.

Bendi ykkur svo á þessa færslu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.