Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ofstækismaðurinn Elton John

Í þessari frétt Moggans kemur fram að Elton John vilji banna alla skipulagða trúarstarfsemi vegna skaðsemi hennar. Þarna heldur hann á lofti mun róttækari skoðunum en við hér á Vantrú höfum nokkurn tíma gert.

En hugmyndinni má alveg velta fyrir sér.

Birgir Baldursson 12.11.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Nafnlaus - 12/11/06 22:36 #

Þetta er reyndar sérkennilega illa skrifuð grein. "Reyna skapa" og "samkynhneigð útgáfa"... frekar slappt.


Blublu - 12/11/06 22:39 #

Það er af og frá að banna trúarbrögð. Þá myndi fólk fara leynt með trú sína og það yrði miklu erfiðara að gagnrýna hana og forða fólk frá þessu. Svipað og með fíkniefnin, haha. Það er betra að hafa þetta á yfirborðinu svo það sé allavega einhver séns að passa upp á þetta.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/11/06 13:46 #

Hérna er þetta aðeins rætt. Ég er hlynntur því að fólk fái að boða fullveðja einstaklingum hvaða bull sem er, en börn og stofnanir sem þau sækja fái friðhelgi gegn þessum andskota.


palli - 13/11/06 14:09 #

lol gáfulegt að vilja banna trúarbrögð og vera með kross um hálsinn


Sindri - 13/11/06 17:11 #

Hann var ekki að tala um að banna trú, heldur trúarbrögð, "organised religion" er orðrétt það sem hann vildi banna.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 13/11/06 22:12 #

Mér skilst að einhvers staðar, held í Þýskalandi, hafi starfsemi Vísindaspekikirkjunnar verið bönnuð. Væri fróðlegt að vita hvaða rök lágu þar að baki og hvers vegna hægt er að banna ein trúarbrögð en leyfa önnur.

Mín persónulega skoðun er sú að félagafrelsið eigi að tryggja það að menn geti stofnað trúfélög um hvaða vitleysu sem er, meðan það skaðar ekki aðra.


Blublu - 14/11/06 01:31 #

Vísindaspekiskirkjan er ekki trú heldur stórhættulegt félag sem leitast við að sjúga sem mesta peninga úr meðlimum sínum. Þetta er ein stór svikamylla dulbúin sem trú. Þess vegna er réttlátt að banna hana. Auk þess hefur félagið gert margt, margt annað ólöglegt. Skoðaðu bara xenu.net og þá finnurðu allt um þetta.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 14/11/06 16:51 #

Vísindaspekiskirkjan er ekki trú heldur stórhættulegt félag sem leitast við að sjúga sem mesta peninga úr meðlimum sínum.

Þetta er nákvæmlega það sem mér finnst um flesta trúarsöfnuði hér á landi. Hvar liggur munurinn og væri hægt að fá bann á einhverja trúsöfnuði hér á landi eins og vísindaspekiruglið? Það væri fróðlegt að vita.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/11/06 16:55 #

Ég held að Vísindaspekikirkjan beiti kerfisbundið ofbeldi og/eða heilaþvotti. Ég veit ekki til þess að löglegir trúarsöfnuðir hér á landi geri það. Það má kannski deila um "heilaþvott" en Vísindaspekikirkjan beitir víst ansi klikkuðum aðferðum.

Annars er það rétt að trúin þeirra er ekkert heimskulegri heldur en t.d. kristni og að það er álíka mikið peningaplokk að borga fyrir "auditing" og að borga presti fyrir að blessa hús.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.