Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Já, og líffræði er jarðeðlisfræði

[S]iðfræði er guðfræði.

Síra Hildur Eir Bolladóttir

Ritstjórn 29.09.2006
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 10:41 #

Þetta er magnað - furðulegt að maður hefur ekki fattað þetta fyrr!


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 12:06 #

Það er ÓTRÚLEGA ÓFORSKAMMAÐ af kirkjunnar mönnum að splæsa saman trú og siðfræði! Tala nú ekki um eins og vitnað er í hér að ofan að siðfræði og guðfræði sé það sama! Og látið að því liggja að engin önnur tegund af siðfræði sé til. Reyndar halda kirkjunnar menn því jafnan fram að kristin siðfræði sé SIÐFRÆÐIN!

Vissulega er til eitthvað sem heitir "kristin siðfræði" - en svo er einnig um ÖLL önnur trúarbrögð og aðrar stefnur og strauma í menningu mannsins. Ég bendi á bókina A COMPANION TIL ETHICS sem Peter Singer ritstýrði. Þar er fjallað í fyrsta hluta um RÆTUR SIÐFRÆÐINNAR: The orgin of ethics, Ethics in small-scale societies, Ancient ethics. Í öðrum hluta er sagt frá stórum siðfræðilegum stefnum s.s. Indian ethics, Buddhist ethics, Classical Chinese ethics, Jewish ethics, Christian ethics og Islamic ethics. Síðan fjallar bókin um siðfræði í vestrænni heimspeki á marga vegu á u.þ.b. 400 blaðsíðum.

Það er ekki allt gott í kristilegri siðfræði og hefur hún því orðið fyrir gagnrýni - sem talsmenn kristninnar hafa þó aldrei tekið til sín og bætt úr. Ég vitna stuttlega í fyrrgreinda bók kaflann um kristna siðfræði á bls. 103-104 þar sem fjallað er um gagnrýni á þessa tegund siðfræði:

(1) Kristin siðfræði er óumburðarlynd og getur ekki af sér umburðarlyndi. Fyrir þessu eru mörg rök eins og t.d. þau að allar helstu trúarstefnur kristninnar hafa í gegnum tíðina ofsótt hver aðra.

(2) Kristin siðfræði er siðlaus því hún vinnur út frá því að sá sem gerir góða hluti geri þá vegna launanna (himnavist) og til þess að forðast refsingu (helvíti).

(3) Kristin siðfræði er kúgandi. Þetta atriði tengist því síðasta:

(4) Kristin siðfræði leyfir fólki ekki að þroskasta sem gagnrýnin siðferðisvera því allir eiga að taka því sem hinir kristnu túlkendur segja sem sannleika og sjálfögðum hlut - og algjörlega án gagnrýninnar hugsunar.

Ofangreindar tilvitnanir eru lauslega þýddar og ég bendi lesendum á að lesa þær á ensku í fyrrgreindri bók og REYNDAR LESA SEM ALLRA, ALLRA MEST Í ÞEIRRI BÓK. Hún er góður félagi til þess að kynnast siðfræði veraldarinnar að fornu og nýju.

Reynið einnig að slá "THE GOLDEN RULE" - þessa siðfræðireglu sem er ein af þeim sem kristnin eignar sér, inn á google...


óðinsmær - 30/09/06 13:07 #

guðfræði fylgir yfirleitt trú, sama hver trúarbrögðin eru og þessi setning séra Hildar er bara staðreynd...


Snær - 30/09/06 13:36 #

"guðfræði fylgir yfirleitt trú, sama hver trúarbrögðin eru og þessi setning séra Hildar er bara staðreynd..."

Ég hef ákveðna siðfræði sem ég fylgi eftir bestu getu.

Er það þá sjálfkrafa guðfræði, óðinsmær?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 14:02 #

óðinsmær: Er Stærðfræði sama og eðlisfærði? Félagsfræði sama og Sálfræði?


Halldór E. - 30/09/06 15:03 #

Þessi orð Hildar eru auðskiljanleg í ljósi hugmynda Tillich um "Ultimate Concern". Hugmynda sem eru viðtekin, kennd víða í fermingarfræðslu, rædd í æskulýðsstarfi kirkjunnar og vísað í í prédikunum. Hvort hún er að vísa til þess er hins vegar erfitt að fullyrða þegar orðin eru sett fram hér samhengislaust.

Það að ráðast gegn orðum hennar án þess að líta til umgjarðarinnar og samhengisins sem þau eru sögð í minna á viðbrögð múslíma við orðum páfa fyrir nokkrum vikum.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 15:25 #

Það að hugmynd sé kennd í fermingarfræðslunni bendir til þess að hún sé afskaplega vitlaus. Annað gott dæmi um hversu þessi "Ultimate Concern" hugmynd er vitlaus er eftirfarandi samtal sem er vitrænt ef við notumst við skilgreiningar Tillichs:

A: Trúir þú á guð?
B: Já, barnið mitt skiptir mig mestu máli.
A: Hvað borðar guðinn þinn?
....

Kennsluefnið í fermingarfræðslunni sýnir líka hversu óskiljanlegt allt tal verður þegar við notumst við þessa skilgreiningu:

Guð vill vera Guð þinn. [Líf með Jesú bls. 24]


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 15:31 #

Þessi orð Hildar eru auðskiljanleg í ljósi hugmynda Tillich um "Ultimate Concern".

Hvaða máli skipta hugmyndir Tillich í þessu samhengi Halldór? Hildur minntist ekki einu orði á Tillich í morgunblaðsgrein sinni.

Hér var ekkert slitið úr samhengi, þetta er nákvæmlega það sem hún sagði og nákvæmlega það sem hún meinti.

Hins vegar er það leiðinda misskilningur að þjónar kirkjunnar hafi ekki rétt á að hafa skoðun á stórum og alvarlegum þjóðfélagsmálum, sér í lagi þeim er kalla á siðferðilegar vangaveltur og skoðanir af því að siðfræði er guðfræði.

Ef þú ætlar að saka okkur um að taka eitthvað úr samhengi líkt og múslimar með ræðu páfa skaltu gjöra svo vel að færa almennileg rök fyrir því eða taka orð þín til baka.

Annars minnir þetta óneitanlega á það þegar prestar og guðfræðingar kepptust við að verja biskupinn um árið. Þetta fólk er svo þjálfað í grænsápu að það beitir henni meira segja til að verja það sem kollegar þeirra segja í dag. "Nei, sko - hann meinti ekki það sem hann sagði - það þarf að túlka þetta í ljósi krists/biblíunnar/þýsks guðfræðings"


Halldór E. - 30/09/06 16:00 #

Ég var ekki búin að sjá orðin í Morgunblaðinu og var einfaldlega að benda á að setningin ein og sér hefur takmarkað gildi án samhengisins sem hún er skrifuð í.

Ég sé reyndar ekki að það sé neitt rangt við orð Hildar í því samhengi sem þú vísar í þarna. Túlkun ykkar á orðum hennar að siðfræði sé BARA guðfræði er ALLS EKKI að finna í þessum orðum. Hins vegar sýnist mér að hún sé að halda fram að siðfræði móti guðskilning okkar.

Þú mátt kalla orð mín grænsápu, en ef grænsápa er það að lesa í samhengi og leitast við að skilja merkingu þess sem skrifar þá er það ekki glæpur. Hins vegar er þröngsýnn bókstafslestur þar sem niðurstaðan er gefinn fyrirfram, fremur þreytandi og hættuleg leið að sannleikanum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 16:09 #

Annars minnir þetta óneitanlega á það þegar prestar og guðfræðingar kepptust við að verja biskupinn um árið. Þetta fólk er svo þjálfað í grænsápu að það beitir henni meira segja til að verja það sem kollegar þeirra segja í dag. "Nei, sko - hann meinti ekki það sem hann sagði - það þarf að túlka þetta í ljósi krists/biblíunnar/þýsks guðfræðings"

Já einmitt. Trúleysi var allt í einu orðið að kæruleysi, skeytingarleysi og doða, eftir að biskup sagði það ógna mannlegu samfélagi. En svo sté hann aftur á stokk og talaði um mannskemmandi og sálardeyðandi guðleysi. Þá sögðu djákninn og félagar loksins pass og hættu að túlka út í bláinn.

Túlkanir geta verið varasamar og leitt menn út í örgustu vitleysu. Munum það.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 16:11 #

Hins vegar er þröngsýnn bókstafslestur þar sem niðurstaðan er gefinn fyrirfram, fremur þreytandi og hættuleg leið að sannleikanum.

Hafðu vit á því að þegja í stað þess að slengja fram illa ígrundum ásökunum um þröngsýni eða fordóma trekk í trekk. Ég er búinn að fá nóg af slíku kjaftæði frá Skúla og Carlosi - gerðu það fyrir mig - ekki þú líka.

Hins vegar sýnist mér að hún sé að halda fram að siðfræði móti guðskilning okkar.

Sýnist þér. En hún er alls ekkert að segja neitt slíkt Halldór. Nú ert þú farinn að túlka orð hennar út frá forsendum sem alls ekki koma fram í blaðagreininni (sem þú ert ekki einu sinni búinn að lesa). Þú ert með öðrum orðum að rembast við að lesa þessa fáránlegu fullyrðingu hennar á jákvæðan hátt því þú virðist (enn og aftur) hafa þörf fyrir að koma prestum til varnar án þess að þekkja málavexti.

Siðfræði er guðfræði.

Nei, siðfræði er ekki guðfræði. Siðfræði er siðfræði. Í guðfræði er stúderuð ákveðin tegund af siðfræði, en guðfræði er ekki siðfræði og siðfræði er ekki guðfræði.

Láttu ekki svona Halldór. Þetta er bara kjánalegt. Segðu bara það sem blasir við, orð Hildar eru út í hött.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 16:12 #

Halldór, fyst að þú varst ekki búinn að sjá orðin í Morgunblaðinu, hvers vegna sagðirðu þá að við hefðum ekki "litið til umgjarðarinnar og samhengisins" og að þetta minnti þig á "viðbrögð múslíma við orðum páfa fyrir nokkrum vikum"?

Ef þú ætlar að ásaka fólk um slíta hlutina úr samhengi þá er algjört lágmark að hafa lesið samhengið.

Þetta eru vinnubrögð sem einhverjir myndu kalla "fremur þreytandi og hættuleg leið að sannleikanum".


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 16:14 #

Ég sé reyndar ekki að það sé neitt rangt við orð Hildar í því samhengi sem þú vísar í þarna. Túlkun ykkar á orðum hennar að siðfræði sé BARA guðfræði er ALLS EKKI að finna í þessum orðum. Hins vegar sýnist mér að hún sé að halda fram að siðfræði móti guðskilning okkar.

Mér sýnist þú reyna að snúa þessu við og segja hana meina að guðfræði sé siðfræði. En við verðum að átta okkur á því hvað er mengi í hverju hér. Ef sagt er siðfræði er guðfræði er verið að segja að siðfræði sé mengi í guðfræðimenginu, að öll siðfræði sé guðfræði. Á sama hátt táknar guðfræði er siðfræði allt annan hlut, nefnilega að guðfræðimengið sé hlutmengi í siðfræðimenginu.

Slík skoðun er að sjálfsögðu réttari, en því miður fyrir ykkur Hildi Eir, þá lét hún hafa hið fyrrnefnda eftir sér.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 16:20 #

Halldór, það sem hún sagði nákvæmlega er að siðfræði sé guðfræði, hvað er málið? Hún er bara að gera það sem trúmenn gera oftar en ekki og það er að halda því fram að eina sanna siðfræðin er á gvuðlegum forsendum og þar með á kristilegum forsendum.

Mér sýnist bara þú vera að reyna hvítþvo þessa vitleysu kollega þíns með einhverjum útúrsnúningum (lesist grænsápu).

Þú ættir kannski að benda henni á ef þú sérð hana að vanda sig í framtíðinni og sleppa vitlausum alhæfingum?


Halldór E - 30/09/06 16:49 #

Hjalti: Orðin ein og sér hér á Vantrú tengd nafni Hildar án samhengis eða vísunar í heildina var það sem ég gagnrýndi í upphafi.

Það getur vel verið að Hildur telji að öll siðfræði byggi á guðfræði, eins og þið lesið inn í orð hennar. Orð hennar benda hins vegar ekki nauðsynlega til þess. Ég hef enga þörf fyrir að verja Hildi, ég er einfaldlega að benda á að þið eruð að lesa inn í texta hennar ykkar eigin túlkun.

Hún er að svara ásökunum um að guðfræði eigi ekki að skipta sér af siðfræði. Hún hafnar því með því að benda m.a. á að siðfræði sé guðfræði.

Fullyrðingin "Halldór E er kristinn" merkir EKKI að ég geti ekki verið eitthvað annað líka til dæmis knattspyrnumaður, það bindur ekki einu sinni orðið kristinn við það að vera eins og ég (því miður). Það eina sem fullyrðingin gerir er að tengja þetta tvennt saman. Alhæfingin sem þið lesið inn í orð hennar eru nákvæmlega það, lesinn inn í orðin.


Halldór E. - 30/09/06 16:56 #

Það er líka rétt Jón Magnús, ég myndi leitast við að orða hlutina ekki á þessa leið.

Birgir, varðandi mengjafræðina þá eru fæstir sem hafa slíkar skilgreiningar á taktteinum, hins vegar minnir mig að sniðmengishugtakið sé lýsi því ágætlega hvernig við notum sögnina vera í daglegu máli.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 18:54 #

Orðin ein og sér hér á Vantrú tengd nafni Hildar án samhengis eða vísunar í heildina var það sem ég gagnrýndi í upphafi.

Þetta eru hennar orð, námkvæmlega eins og hún sagði þau og alls ekki tekin úr neinu samhengi, eins og sést í athugasemd minni fyrir ofan.

Það skiptir engu máli hvernig þú lítur á mengjafræði, siðfræði er aldrei guðfræði. Ég endurtek, siðfræði er ekki guðfræði. Af hverju í ósköpunum getur þú ekki bara játað að þú hefur rangt fyrir þér?

"Sá sem stundar guðfræði stundar siðfræði" verður ekki "sá sem stundar siðfræði stundar guðfræði." [p->q != q->p]

Þú sakar okkur um að taka texta úr samhengi þrátt fyrir að þú hafir ekki einu sinni séð greinina sem setningin er tekin úr. Við lásum greinina. Þú hefur engar forsendur til að vaða hér uppi með þessar ásakanir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 18:56 #

Halldór, ef þú ætlar að nota sniðmengi verðurðu að segja inniheldur frekar en er. Guðfræði inniheldur siðfræði og siðfræði inniheldur guðfræði. Annað hvort getur ekki verið hitt nema mengi þeirra falli nákvæmlega saman. Sá sem segir siðfræði vera guðfræði heldur því fram að þetta sé sami hluturinn, sem þetta er auðvitað ekki.

Ef guðfræðin fjallaði bara um siðfræði Biblíunnar og léti annað eiga sig gæti setningin guðfræði er siðfræði átt við. En svo er ekki og því síður getur yrðingin siðfræði er guðfræði meikað nokkurn sens.


Halldór E. - 30/09/06 19:48 #

Í athugasemd Matta hér að ofan eru orðin sett í samhengi. Hildur er að svara þeirri spurningu hvort kirkjan eigi að ræða um álitamál í þjóðfélaginu. Það samhengi setur orðin í annað ljós en þegar þau standa ein og sér í færslunni.

Ég tek aftur orð mín um að þau séu tekin úr samhengi, nú þegar samhengið hefur verið fært til bókar í ummælunum.

Ein spurning til þín Matti. Er það skoðun þín að ef guðshugtakið kemur fyrir í siðfræðitexta sé ekki lengur um siðfræði að ræða?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 20:28 #

Er það skoðun þín að ef guðshugtakið kemur fyrir í siðfræðitexta sé ekki lengur um siðfræði að ræða?

Nei.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 20:33 #

Orðin ein og sér hér á Vantrú tengd nafni Hildar án samhengis eða vísunar í heildina var það sem ég gagnrýndi í upphafi.

Þú sakaðir okkur um að hafa ekki kíkt á samhengið og að hafa tekið orðin úr samhengi. Og það án þess að hafa lesið greinina!


Halldór E. - 30/09/06 20:44 #

Það er rétt Hjalti, ég biðst afsökunar á því. Í stað orðanna líta til umgjarðarinnar og í fyrstu ummælum mínum hér hefði réttilega átt að standa birta umgjörðina og.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 20:53 #

Frábært. Þannig að fyrsta athugasemdin þín hefði kannski átt að vera svona: "Mér finnst að þið ættuð að vísa á textann sem þessi tilvitnun er tekin úr."

Ég er sammála því og ég hefði gert það ef ég hefði sett þessa tilvitnun í loftið. Ég veit ekki hver gerði það.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 21:46 #

Það er ekki hægt að vísa á textann þar sem þetta er tekið úr Morgunblaðsgrein sem er ekki á opnu vefsvæði. Grein Hildar er í Morgunblaðinu í gær, föstudaginn 29. september.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/06 21:57 #

Með því að vísa á textann á ég við að taka fram hvaðan tilvitnunin er fengin.

Td hafa: "Nafnið á greininni. bls. X Morgunblaðið 29 sept 2006" á eftir nafninu hennar Hildar.


jonfr - 01/10/06 03:28 #

Varnir prestanna og annara guðshræddra manna hérna eru þannig að ég gæti hlegið af þeim, ef þau væru fyndin þ.e.a.s. En þar sem þetta fólk er ekki fyndið, þá ætla ég bara að gera grín af þessu vonlausa guðsliði sem þykist hafa öll svörin, um lífið, tilveruna og allt saman.

Ég skrifaði á spjallborðið fyrir löngu síðan setningu sem passar inní þessa umræðu og er í raun mjög góð mótrök gagnvart því sem þessir kristnu aðilar eru að segja hérna. Því miður er ég ekki að finna það í augnablikinu, en mér var tjáð að sú setning væri fleyg orð.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.