Annar vígslubiskupa ríkiskirkjunnar, Kristján Valur Ingólfsson, setti um daginn inn bæn á vefrit ríkiskirkjunnar. Í bæninni Þegar kraftar eldsins er guð beðinn um að passa upp á að eldgos skaði engan:
Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.
Á vefriti ríkiskirkjunnar birtist um daginn greinin Trú, Guð, og vísindi eftir prestinn Gunnar Jóhannesson. Í greininni heldur Gunnar því fram að trú og vísindi séu ekki í mótsögn og að vísindin geti ekki afsannað tilvist guðsins hans.
Ég er api. Þú ert api. Forfeður okkar í milljónir ára voru allir apar. Svo einfalt er það. Eru ekki allir sáttir við það?
Nei, sumir eru ekki sáttir.
Ég er ekki að tala um fólk sem afneitar þróunarkenningunni. Ég er að tala um fólk sem er jafnvel trúlaust en er einhvern veginn ekki tilbúið að sjá mannfólkið einungis sem enn eina tegund apa. Í huga þess er veggur milli apa og manna. Hann er til marks um hroka tegundarinnar. Ég vil rífa niður þennan vegg.
Trúlausum er oft borið á brýn að vera þröngsýnir hrokagikkir og trúaðir mega þola að vera sagðir óupplýstir mikilmennskubrjálæðingar. Svona skítkast skilar engu þótt það geti verið skemmtilegt á að horfa, og jafnvel að kasta einstaka sparði eða vænum mykjuköggli.
Eigi veit ég svo gjörla hvort þessi grein er skítkast en hitt veit ég að þetta eru hugleiðingar mínar um menn og málefni. Ég var nefnilega að velta fyrir mér alheiminum og dásemdum hans og vorkenna þeim sem á undan okkur hafa gengið og höfðu ekki aðgang að þeim upplýsingum sem við getum nú nálgast með nokkrum smellum á lyklaborði. Ég veit að vit og gáfur mannskepnunnar hafa lítið breyst í þúsundir ára, munurinn á okkur og steinaldarmanni er vart merkjanlegur. Enn minni munur er á okkur og bronsaldarmanni og óhætt að segja að hann sé enginn á okkur og þeim sem uppi hafa verið síðustu tvö þúsund ár.
Movable Type
knýr þennan vef