--- --- Skeptíkus --- ---
Gervivísindi
Skeptíkus sýnir tvo fyrirlestra sem fjalla um gervivísindi
Sýningarnar verða í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 1. mars.
20:00 Phil Plait - The Search for planet X ca. 45 mínútur.
21:00 Dan Garvin - Adventures in Scientology ca. 25 mínútur
Fyrirlestrarnir eru á ensku.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Lesa "Gervivísindi"
26.02.2005
|
viðbrögð (0)
--- --- Skeptíkus --- ---
Skeptíkus kynnir:
James Randi
Skeptíkus sýnir fyrirlestur töframannsins James Randi sem er þekktur fyrir að afhjúpa aðferðir svikahrappa.
Í fyrirlestri sínum talar Randi um hvernig svikahrappar nota brellur sjónhverfingamanna til að blekkja almenning og jafnvel vísindamenn. Randi fjallar einnig um nokkra þá sem reynt hafa (og mistekist) að vinna milljón dollara verðlaunin hans. Að auki sýnir hann nokkur töfrabrögð til að undirstrika mál sitt.
Fyrirlesturinn, sem er um 45 mínútna langur, verður sýndur í stofu 131 í Öskju (náttúrufræðihús Háskóla Íslands) klukkan 20:00 þriðjudaginn 25. janúar. Að loknum fyrirlestri fara fram umræður.
Aðgangur er ókeypis og fyrir alla.
Skeptíkus er hreyfing ótrúaðra stúdenta.
--- --- Skeptíkus --- ---
Af hverju höfum við siðferðiskennd?
Skeptíkus og Vantrú kynna:
"Af hverju höfum við siðferðiskennd?"
Skeptíkus sýnir fyrirlestur Michael Shermer um siðferði og þróun þess í gegnum tíðina frá sjónarhóli trúleysis og vísinda. Í fyrirlestrinum fjallar hann um hvernig siðferði trúarbragða hefur orðið til og talar um hvað er líkt og ólíkt í siðfræði ólíkra menningar- og trúarhópa. Fyrirlesturinn kemur inn á mörg svið, til að mynda heimspeki, sálfræði, félagsfræði, líffræði og guðfræði. Fyrirlesturinn er um 60 mínútur og eftir hann fara fram umræður um efnið.
Michael Shermer er með doktorspróf í vísindasögu og masterspróf í tilraunasálfræði. Hann stofnaði tímaritið Skeptic og skrifar greinar í Scientific American. Hann er framkvæmdarstjóri Skeptic Society.
Sýningin fer fram í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni) fimmtudaginn 18. nóvember kl: 20:00
Skeptíkus er nýstofnuð hreyfing ótrúaðra stúdenta í Háskóla Íslands. Félagið stefnir á að sýna fleiri fyrirlestra á næstunni. Hægt verður að ganga í félagið fyrir og eftir sýninguna.
--- --- Skeptíkus --- ---
Skeptíkus - hreyfing ótrúaðra stúdenta
Skeptíkus er félag trúleysingja og efahyggjumanna innan Háskóla Íslands, félagið er nýstofnað en hópurinn sem að því stendur hefur verið til í töluverðan tíma. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með félaginu eru boðnir á kynningarfund sem fer fram í stofu 131 í Öskju fimmtudaginn 28. október klukkan 19:30.
Lesa "Skeptíkus - hreyfing ótrúaðra stúdenta"