--- --- Skeptíkus --- ---



Gervivísindi

Skeptíkus sýnir tvo fyrirlestra sem fjalla um gervivísindi

Sýningarnar verða í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 1. mars.

20:00 Phil Plait - The Search for planet X ca. 45 mínútur.
21:00 Dan Garvin - Adventures in Scientology ca. 25 mínútur

Fyrirlestrarnir eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Lesa "Gervivísindi"

26.02.2005 | viðbrögð (0)

--- --- Skeptíkus --- ---



Skeptíkus kynnir:

James Randi

Skeptíkus sýnir fyrirlestur töframannsins James Randi sem er þekktur fyrir að afhjúpa aðferðir svikahrappa.

Í fyrirlestri sínum talar Randi um hvernig svikahrappar nota brellur sjónhverfingamanna til að blekkja almenning og jafnvel vísindamenn. Randi fjallar einnig um nokkra þá sem reynt hafa (og mistekist) að vinna milljón dollara verðlaunin hans. Að auki sýnir hann nokkur töfrabrögð til að undirstrika mál sitt.

Fyrirlesturinn, sem er um 45 mínútna langur, verður sýndur í stofu 131 í Öskju (náttúrufræðihús Háskóla Íslands) klukkan 20:00 þriðjudaginn 25. janúar. Að loknum fyrirlestri fara fram umræður.

Aðgangur er ókeypis og fyrir alla.

Skeptíkus er hreyfing ótrúaðra stúdenta.


22.01.2005 | viðbrögð (0) | vísanir

--- --- Skeptíkus --- ---



Af hverju höfum við siðferðiskennd?

Skeptíkus og Vantrú kynna:

"Af hverju höfum við siðferðiskennd?"

Skeptíkus sýnir fyrirlestur Michael Shermer um siðferði og þróun þess í gegnum tíðina frá sjónarhóli trúleysis og vísinda. Í fyrirlestrinum fjallar hann um hvernig siðferði trúarbragða hefur orðið til og talar um hvað er líkt og ólíkt í siðfræði ólíkra menningar- og trúarhópa. Fyrirlesturinn kemur inn á mörg svið, til að mynda heimspeki, sálfræði, félagsfræði, líffræði og guðfræði. Fyrirlesturinn er um 60 mínútur og eftir hann fara fram umræður um efnið.

Michael Shermer er með doktorspróf í vísindasögu og masterspróf í tilraunasálfræði. Hann stofnaði tímaritið Skeptic og skrifar greinar í Scientific American. Hann er framkvæmdarstjóri Skeptic Society.

Sýningin fer fram í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni) fimmtudaginn 18. nóvember kl: 20:00

Skeptíkus er nýstofnuð hreyfing ótrúaðra stúdenta í Háskóla Íslands. Félagið stefnir á að sýna fleiri fyrirlestra á næstunni. Hægt verður að ganga í félagið fyrir og eftir sýninguna.


16.11.2004 | viðbrögð (0) | vísanir

--- --- Skeptíkus --- ---



Skeptíkus - hreyfing ótrúaðra stúdenta

Skeptíkus er félag trúleysingja og efahyggjumanna innan Háskóla Íslands, félagið er nýstofnað en hópurinn sem að því stendur hefur verið til í töluverðan tíma. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með félaginu eru boðnir á kynningarfund sem fer fram í stofu 131 í Öskju fimmtudaginn 28. október klukkan 19:30.

Lesa "Skeptíkus - hreyfing ótrúaðra stúdenta"

26.10.2004 | viðbrögð (5) | vísanir

Saga helvítis og presta Þjóðkirkjunnar

Hjalti Rúnar Ómarsson

Málverk sem sýnir kvalir helvítis

Helvíti er ein af vandræðalegustu kenningum Þjóðkirkjunnar. Opinberlega játar Þjóðkirkjan að við endurkomu Jesú muni hann dæma "guðlausa menn og djöflana" til "eilífra kvala".

Helvíti veldur Þjóðkirkjunni og prestum hennar endalausum vandræðum, þar sem þetta er frekar ógeðfelld kenning og prestar sem gagnrýna helvíti tala gegn játningu Þjóðkirkjunnar meðan þeir sem boða helvíti hrekja fólk frá Þjóðkirkjunni. Niðurstaðan er að prestar tjá sig nánast ekkert um helvíti, og þeir sem gera það geta átt von á veseni, eins og sagan sýnir.

Helvítið hans Jesú

Hjalti Rúnar Ómarsson

Málverk sem sýnir Jesús á dómsdegi

Vegna nýlegra ummæla prestsins Davíðs Þórs Jónssonar, þar sem hann sagði sérstakan stað vera tilbúinn ákveðnu stjórnmálafólki, hefur helvíti komið aftur upp í umræðuna. Af því tilefni skrifaði annar prestur, Sindri Geir, grein þar sem hann kemur með vafasamar fullyrðingar um helvíti.

Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi?

Hjalti Rúnar Ómarsson

Súmersk veggmynd

Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld.

Biskupsritari afvegaleiðir umræðuna um kirkjujarðirnar

Hjalti Rúnar Ómarsson

Skjáskot úr gögnunum sem biskupsritarinn benti á

Nýlega hefur kirkjujarðasamkomulagið verið í umræðunni - tilefnið er það að fjármálaráðuneytið hefur upplýst að virði jarðanna er 7 milljarðar, og fyrir þær borgar ríkið Þjóðkirkjunni um 3,5 milljarða á ári. Siggeir F. Ævarsson framkvæmdastjóri Siðmenntar og þingmaðurinn Björn Leví hafa báðir gagnrýnt samninginn.

Pétur G. Markan biskupsritari hefur ákveðið að verja þennan samning og segir gögnin liggja fyrir og heldur því fram að verið sé að afvegaleiða umræðuna. Siggeir svaraði Pétri en við viljum bæta við nokkru sem teljum ekki hafa komið fram. Raunin er að Pétur áttar sig ekki á mjög veigamiklu atriði.