Ríkiskirkjupresturinn Gunnar Jóhannesson birti fyrir nokkru tvær greinar þar sem hann fjallar í löngu máli um hin svokölluðu siðferðisrök fyrir tilvist guðs. Því miður vantar heilmikið upp á að Gunnar styðji forsendur röksemdafærslunnar almennilega.
Fyrr í mánuðunum voru 17 skólabörn skotin til bana í fjöldamorði.
Hér er framlag eins Þjóðkirkjuprests til umræðunnar:
Undanfarið hefur borið á því að prestar reyni að réttlæta barnaskírn á nýjan hátt. Athöfnin er í augum presta víst afskaplega falleg og á að tákna eitthvað á þá leið að að guð elski alla og að barnið sé frábært:
Skírnin er í raun um þetta, hún er formleg ástarjátning frá Guði, þakkargjörðarhátíð fjölskyldunnar og staðfesting kirkjunnar á því að hún ætli að vera til staðar fyrir þennan tiltekna einstakling, hvað sem á dynur. #
Þegar fólk velur að skíra barn að kristnum sið þá er það í raun að segja við óvitann: „Við vitum ekki ennþá hver þú ert en við lofum að elska þig eins og þú ert á hverjum tíma og ætlum að reyna að lifa þannig að það sé gott að vera þú.“ #
Með skírninni fær barnið það lífsverkefni að líkjast Jesú Kristi sem gerði skýra ástarkröfu á alla menn og barðist fyrir mannréttindum. #
Hér eru tvær ástæður fyrir því að foreldrar ættu ekki að skíra.
Því er stundum haldið fram að trúarbrögð orsaki ekki slæm viðhorf, til dæmis andstöðu við samkynhneigð, heldur sé trúin einungis átylla sem fordómafullt fólk notar sem farveg fyrir viðhorfin sín. Er það virkilega raunin?
Margir hafa farið mikinn vegna stuðnings Vantrúar við aðgerðir presta í þágu flóttamanna. Rétt er að byrja á því að benda á að auðvitað telur Vantrú ekki að kirkjur séu heilagri heldur en t.d. heimili fólks1. Aðgerðir prestanna voru einfaldlega í samræmi við þau gildi sem Vantrú hefur haft í heiðri. Við hefðum haldið að allt kristið fólk myndi gleðjast yfir því að sjá náungakærleikann í verki.
Siðferði og trú
Movable Type
knýr þennan vef