Margir trúaðir beita einhverri útgáfu af veðmáli Pascals í von um að sannfæra aðra um að það sé þess virði að trúa á æðri mátt. Ætlunin mín er að taka fyrir helstu rökin fyrir því að veðmálið standist enga skoðun í von um að fólk hætti að beita því sem rökum fyrir því að trúa á ákveðinn æðri mátt.
Vantrú hefur verið ásakað um ýmislegt þau ár sem félagið hefur verið starfandi. Það getur verið hvimleitt að leiðrétta þessar rangfærslur hvað eftir annað þannig að okkur langar hafa hér til taks ellefu klisjur sem hafa verið notuð gegn Vantrú (og bara á trúleysingja almennt). Þetta er alls ekki tæmandi listi og eflaust ýmislegt sem vantar. Einnig viljum við vara við að klisjurnar hafa verið einfaldaðar til muna, en það er nú bara af þeirri einföldu ástæðu að þessi rök rista grunnt.
„Argumentum ad populum“ er dæmi um röksemdafærslu sem oft er gripið til en gengur ekki upp. Hún er á þessa leið:
Rökvilla brunnmígsins felst í því að sett er fram neikvæð staðhæfing um viðmælandann fyrirfram og gefið í skyn að þess vegna hljóti hann að hafa rangt fyrir sér, með því að láta áheyranda fá slæma tilfinningu fyrir honum áður en hann hlustar á málflutninginn. Dæmi um þetta gæti verið að fundarstjóri kynnti næsta ræðumann og skýrði áheyrendum í leiðinni frá því að hann væri dæmdur stríðsglæpamaður og öfuguggi.
Í nýlegri grein, Um fordóma og fáfræði, fjallar Egill Helgason um biskup og fjaðrafokið sem hann olli með ummælum sínum í nýjárspredikuninni góðkunnu. Egill getur ekki stillt sig um að hnýta aðeins í trúleysingja í leiðinni, með sérstakri vísun í Vantrú. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að taka því þegjandi.
Movable Type
knýr þennan vef