Jim Hacker, aðalpersónan í grínþáttunum Já, ráðherra, útskýrði einu sinni hvernig ætti að komast hjá því að svara erfiðum spurningum: Í staðinn fyrir að svara spurningunni segir maður að raunverulega spurningin sé allt önnur og svo svarar maður þeirri spurningu.
Nýlega mátti sjá ríkiskirkjuprest beita þessari aðferð.
Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð.
Í nýlegu viðtali benti leikarinn Stephen Fry á að tilvist hræðilegra sjúkdóma sýna fram á að algóður, almáttugur skapari er ekki til. Svar prestsins Bjarna Karlssonar við þessu myndbandi er að segja að Fry hafi rétt fyrir sér, en að guðinn sem Fry hafi í huga sé ekki guð kristinnar trúar. En Fry hefur bara í huga “almáttugan skapari himins og jarðar, passar sú lýsing ekki við guð kristinna manna?
Það gerist að ég sest niður með vinum mínum og horfi á sjónvarpið. Þar sem ég hef enga áskrift að neinum stöðvum þá er oft aðeins um tvo hluti að velja; hið ríkisrekna RÚV eða gospelið á Ómega. Það gerist oftast að við horfum frekar á Ómega.
Það var um daginn sem ég ákvað að kenna börnum mínum lexíu sem þau myndu seint gleyma. Ég hafði veður af því að hinn geðveiki, illi nágranni minn hefði komist yfir nokkra skammta af ebóluvírusnum.
Rökin gegn guði
Movable Type
knýr þennan vef