Fréttir berast af því að hagur Hallgrímskirkju vænkist vegna aukinnar ferðamennsku, túristar vilja skoða kirkjuna enda er hún eitt helsta kennileiti borgarinnar. Þó hún sé sennilega ekki jafn frumleg og halda mætti er útsýnið úr kirkjuturninum magnað.
Það versta sem við í Vantrú höfum gert ríkiskirkjunni er ekki að vera dónaleg þó því sé haldið á lofti þegar umræðan verður óþægileg fyrir kirkjuna. Þegar Vantrú bendir á skandala kirkjunnar bendir kirkjan á puttann. Það versta sem Vantrú gerir er að hlusta á og lesa það sem kirkjufólk hefur sagt og skrifað - og bendir svo öðrum á það „besta“.
Á síðasta ári greiddum við skattborgarar laun biskupa, presta og starfsfólks Biskupsstofu upp á 1405 milljónir. Launagreiðslurnar byggja á samningum sem gerðir voru árin 1907 og 1997 þar sem ríkið tók yfir jarðeignir kirkjunnar gegn því að greiða laun presta ríkiskirkjunnar til eilífðar.
Það getur verið erfitt að standa í rökræðum þegar andstæðingar manns leggja fram sterk rök og hika ekki við að segja hlutina hreint út. Fólk bregst misjafnlega við þegar það finnur að rök þess eru metin veigalítil og jafnvel röng. Sumir leggja það á sig að grafast eftir meiri upplýsingum til þess að undirbyggja rök sín betur og leggja fram ný og betri en aðrir reyna að drepa umræðunni á dreif eða flýja af hólmi með misvirðingarverðum aðferðum eða lokaorðum. En svo eru auðvitað til þeir sem einfaldlega játa það að þeir hafi haft rangt fyrir sér og nota tækifærið til þess að læra eitthvað nýtt eða tileinka sér önnur sjónarmið.
Síðasta vika var ekki tíðindalaus í trúarheimum Íslands. Lesendur Vantrúar hafa eflaust tekið eftir ýmsu sem gekk á en hugsanlega misst af einhverju. Hérna er örlítið yfirlit.
Movable Type
knýr þennan vef