Á síðasta ári greiddum við skattborgarar laun biskupa, presta og starfsfólks Biskupsstofu upp á 1405 milljónir. Launagreiðslurnar byggja á samningum sem gerðir voru árin 1907 og 1997 þar sem ríkið tók yfir jarðeignir kirkjunnar gegn því að greiða laun presta ríkiskirkjunnar til eilífðar.
Það getur verið erfitt að standa í rökræðum þegar andstæðingar manns leggja fram sterk rök og hika ekki við að segja hlutina hreint út. Fólk bregst misjafnlega við þegar það finnur að rök þess eru metin veigalítil og jafnvel röng. Sumir leggja það á sig að grafast eftir meiri upplýsingum til þess að undirbyggja rök sín betur og leggja fram ný og betri en aðrir reyna að drepa umræðunni á dreif eða flýja af hólmi með misvirðingarverðum aðferðum eða lokaorðum. En svo eru auðvitað til þeir sem einfaldlega játa það að þeir hafi haft rangt fyrir sér og nota tækifærið til þess að læra eitthvað nýtt eða tileinka sér önnur sjónarmið.
Síðasta vika var ekki tíðindalaus í trúarheimum Íslands. Lesendur Vantrúar hafa eflaust tekið eftir ýmsu sem gekk á en hugsanlega misst af einhverju. Hérna er örlítið yfirlit.
DV birti grein undir heitinu "Láttu ekki plata þig" í helgarútgáfu blaðsins. Í greininni er farið yfir allrahanda húmbúkk sem verið er að selja fólki á Íslandi og víðar. Frábært hjá þeim. Það var mikið að einhver fjölmiðill tók sig loksins til og birti einhverja gagnrýni á það ógrynni af kjaftæði sem hefur annars fengið að viðgangast nánast gagnrýnis- og athugasemdalaust í fjölmiðum undanfarin ár og áratugi.
Ný stjórn hefur tekið til starfa í Vantrú. Í annað skipti í sögu félagsins gerist það að enginn stofnmeðlimur situr í stjórn. Það sýnir að félagið er að stækka og fjölbreytni meðal félagsmanna að aukast. Konur eru í meirihluta í stjórn í fyrsta skipti. Því ber að fagna en þó fyrst og fremst vegna þess að þær konur sem tekið hafa sæti í stjórn eru öflugir fulltrúar stefnu og markmiða félagsins.
Movable Type
knýr þennan vef