Samkvæmt miðaldra karlmanni í stjórn ríkiskirkjunnar er gagnrýni á launakjör biskups hluti af #metoo. Leggur hann þar þá umræðu, sem hefur orðið um afturvirkar launahækkanir sem skiluðu biskupi launum upp á eina og hálfa milljón og eingreiðslu upp á nokkrar milljónir, að jöfnu við þau hræðilegu dæmi um misrétti, áreitni og ofbeldi sem konur hafa greint frá undir merki #metoo undanfarið. Það kemur því miður ekkert á óvart. Þetta er ekki fyrsta dæmið um skrýtinn skilning presta og guðfræðinga á #metoo þeir virðast telja að þessi bylting snúist um að karlar komi fram fyrir hönd kvenna sem verða fyrir gagnrýni og skilgreini hana sem #metoo. Fyrir utan reyndar karlprestinn sem taldi sjálfan sig vera þolanda sem félli þar undir.
Þegar rætt er um trúboð í skólum er oft sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra af Jesú. Sú fullyrðing er að vissu leyti til þess gerð að afvegaleiða umræðuna. Ástæðurnar fyrir því að vera á móti trúboði í skólum eru aðrar.
En þessi fullyrðing, að kristin trú skaði engan, er ekki rétt.
Á hverjum einasta sunnudegi þylur fólk í messum ríkiskirkjunnar orðin “sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey". Kristnir hafa trúað því hátt í tvö þúsund ár að María hafi verið mey þegar hún fæddi Jesú. Þessi trú hefur byggst á því að fæðingarfrásagnirnar í Nýja testamentinu lýsi raunverulegum atburðum.
Í blessaðri umræðunni um kirkjuheimsóknir kemur stundum fram viðhorf hjá sumu trúfólki sem ég kalla jólafrekju. Frekjan einkennist af því að viðkomandi fullyrðir að jólin séu eingöngu kristsmessa. Að þetta sé kristin hátíð og snúist bara um fæðingu Jesú og ókristið fólk sé sjálfu sér ósamkvæmt ef það heldur jólin hátíðleg og ætti með réttu ekki að gera það. “Geta trúleysingjar ekki haldið kjafti um jólin? Af hverju eru þeir á annað borð að halda jól?”
Talsmenn ríkiskirkjunnar tala reglulega um einhverja óræðna ógn sem steðjar að kristindómnum á Íslandi. Að fólk hræðist kristni og þann svokallaða kærleiksboðskap sem þau boða. Þessi tiltekni áróður virkar ekki sannfærandi komandi úr þessu ranni vegna þess að það eru alveg söguleg fordæmi fyrir því að hræðast kristni og kristið fólk og þann hugsunarhátt sem sú trú getur leitt til.
Kristindómur er ein af þrem stærstu Abrahams-trúarbrögðunum svokölluðu. Undir kristindóm fellur Evangelísk Lútherskar, Réttrúnaðarkristnar og Kaþólskar kirkjudeildir ásamt öllum þeim fjölda undirflokka, meðal annars: Vottar Jehóva, Mormónar, Hvítasunnusöfnuðir, Gídeon og svo framvegis. Helsta trúrit kristindómsins er Biblían, sem samanstendur af gamla og nýja testamentinu. Kristið fólk telur þessa bók vera innblása eða undir einhverjum áhrifum hins guðlega. Það felst í að eitthvað yfirnáttúrulegt, og þar af leiðandi óskilgreinanlegt, hafi haft á einhvern hátt tekið þátt í skrifum Biblíunnar. Þetta einkennir flest öll helgi- og goðsagnarit sem aðrar trúarbragðahreyfingar halda í hávegum.
Movable Type
knýr þennan vef