Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn Vantrúar að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú. Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu.
Móðir Teresa þykir nokkuð óumdeild á meðal almennings sem táknmynd kærleiks og auðmýktar. Oft er vísað til hennar í daglegu tali þegar sagt er að einhver „hafi ekki verið nein Móðir Teresa.“ Hún þykir því tákna hæsta viðmið góðmennsku. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín en þar má helst nefna friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir störf sín í þágu fátækra á Indlandi.
Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest að ríkið innheimtir ekki nein sóknargjöld í þeim skilningi að dregin sé afmörkuð fjárhæð af hverjum og einum borgara. Trúfélög og lífsskoðunarfélög, þar á meðal ríkiskirkjan, fá einfaldlega tiltekna fjárhæð frá ríkinu, sem meðal annars byggist á fjölda meðlima. Meðlimir trúfélaga og lífsskoðunarfélaga eru ekki rukkaðir sérstaklega umfram aðra sem ekki eru í neinum slíkum félögum. Vera í trúfélagi eða lífsskoðnarfélagi hefur því engin áhrif á skattgreiðslur fólks, og meðlimir slíkra félaga borga engin frekari gjöld en aðrir. Það er því ljóst að sóknargjöld eru ekki félagsgjöld sem ríkið sér um að innheimta, heldur beinlínis framlög frá ríkinu til trúfélaga.
Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna.
Á sama tíma og háværar raddir heyrast um að það eigi að boða börnum kristni, keppast prestarnir við að afneita vígsluheiti sínu um að boða trúna, segjandi að það fari engin innræting fram. Hjalti Hugason mælti t.d. gegn innrætingu í útvarpsþætti um daginn og sagði hana ekki vera það sama og trúboð. En hvað er það annað en innræting að tala þannig við börn um guð og Jesú, að gengið sé út frá því að þeir séu til?
Prestarnir eru starfsfólk Þjóðkirkjunnar, en ekki ríkisins og eru nú skipaðir af Biskupi, en ekki ráðherra eins og áður. # - Gunnlaugur Stefánsson, ríkiskirkjuprestur og kirkjuráðsmaður.
Hluti af afneitun kirkjufólks á eðli Þjóðkirkjunnar sem ríkiskirkju er sú fullyrðing sums þeirra að prestar séu ekki starfsmenn ríkisins. Samt ætti það að vera öllum ljóst að prestar og biskupar eru ríkisstarfsmenn.
Vefritið hóf göngu sína árið 2003. Í gegnum árin hafa birst greinar sem við teljum, að okkar hógværa mati, vera alveg afbragðsgott og aðgengilegt efni.
Movable Type
knýr þennan vef