Í Kastljósi í gær var hinn vafasami heimur fæðubótarefna tekinn fyrir. Hér fylgir myndband með þeim hluta þáttarins sem fjallaði um fæðubótarefni.
Í frétt sem birtist á rúv.is fyrr í dag kemur fram staðhæfing sem er vinsæl hjá samsærissinnum en stenst ekki nánari skoðun.
Þá hefur danski efnafræði prófessorinn Niels Harrit sem var í hópi vísindamanna sem rannsakaði ryk úr rústum tvíburaturnanna sýnt fram á að hátækni sprengiefnið Nano thermite fannst í miklum mæli í rústunum.
Stewart Swerdlow er merkilegur maður - að eigin sögn. Hann getur séð árur og persónugerð fólks, lesið DNA- mengi og hugsanamynstur og getur flutt meðvitund sína til utan tíma og rúms. Eða svo segir hann sjálfur.
Stjörnuspeki er ein þekktust gervivísinda og er ekki hægt að rugla saman við stjörnufræði eða stjörnuvísindi. Margir taka stjörnuspeki sem dægradvöl frekar en sem greiningar- og aðgerðatóli. Þó er samt til stór hópur fólks sem gleypir við þessu og lætur stjörnuspekina jafnvel stjórna ákvarðanatöku þeirra.
Fyrr í þessum mánuði voru nýstofnuð samtök, Heilsufrelsis, með kynningarfund á Grand Hótel Reykjavík. Baráttumál þessara samtakanna eru innleiðing kukls í heilbrigðiskerfinu, lögleiðing þess að kuklarar geti gefið fólki alvöru lyf og margt fleira. Kíkjum nánar á hvað þessi samtök standa fyrir.
Við hér á Vantrú viljum státa okkur af því að hafa eina öflugustu neytendavakt er varðar sérstaklega vafasömu kukli, meðferðum og loforðum byggt á augljósum gervivísindum og öðru álíka kjaftæði.
Því miður kemur það fyrir að þeir stóru fjölmiðlar sem við höfum hér á landi birta oft gagnrýnislausar umfjallanir um allskyns rugl sem á að bæta hitt og þetta án þess að neitt konkret búi að baki nema að þetta sé - í grófum dráttum - "bara rosalega gott fyrir þig, skilurru?"
Kjaftæðisvakt Vantrúar reynir að vera mótvægi við þessum gagnrýnislausu umfjöllunum og við viljum eftir fremsta megni koma til móts við okkar lesendur og upplýsa ykkur og vonandi aðra um það gegndarlausa kjaftæði sem heillar sumar kreðsur.
Movable Type
knýr þennan vef