Getur þú nefnt alvarleg veikindi sem þú hefur læknað?
Ég hef bjargað fólki frá krabba og öðrum úr dái og mörgum öðrum.
(brot úr viðtali við Durek Verrett)
Þriðjudagskvöldið 9. febrúar fór fram umræða um andleg málefni og efahyggju á Kex Hostel. Skipuleggjendur kvöldsins voru Tveir heimar og Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður stjórnaði umræðum. Tilefni fundarins var gagnrýni Vantrúar á loddarann Durek Verrett sem Tveir heimar fluttu inn. Lífefnafræðingurinn Brynjar Örn Ellertsson var fulltrúi Vantrúar.
Kvennablaðið upplýsir lesendur um að Durek nokkur sé að koma til landsins. Í umfjöllun Kvennablaðins er hann sagður vera “hæfileikaríkur heilari" og símanúmer gefið upp þar sem fólk getur fengið “frekari upplýsingar" (pantað tíma). Á heimasíðu þeirra sem standa fyrir komu hans (sem Kvennablaðið vísar auðvitað á) er fullyrt að þessi heilari geti læknað krabbamein:
Gleraugnaverslunin Sjónarhóll hættir starfssemi í sumar eftir 19 ára starf. Það er ekki oft sem við fjöllum um gleraugnaverslanir en tilefnið er yfirlýsing sem aðstandendur verslunarinnar sendu frá sér þar sem talað er um að „hópur vantrúaðra Íslendinga“ hafi gert aðför að starfseminni.
Stofnfrumurannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að endurnýja skemmda eða ónýta líkamsvefi. Frá vísindalegu sjónarmiði veita þessar rannsóknir von um að í framtíðinni verði stofnfrumumeðferðir notaðar til að meðhöndla ýmsa kvilla og sjúkdóma sem í dag eru ólæknanlegir. Rannsóknir eru ekki langt komnar og þessar stofnfrumumeðferðir ekki komnar á það stig að þær séu nothæfar nema í afmörkuðum tilvikum. Það hindrar þó ekki svikahrappa, því notagildi stofnfrumumeðferða fyrir fjárplógsstarfsemi er gríðarlegt.
Í Kastljósi í gær var hinn vafasami heimur fæðubótarefna tekinn fyrir. Hér fylgir myndband með þeim hluta þáttarins sem fjallaði um fæðubótarefni.
Við hér á Vantrú viljum státa okkur af því að hafa eina öflugustu neytendavakt er varðar sérstaklega vafasömu kukli, meðferðum og loforðum byggt á augljósum gervivísindum og öðru álíka kjaftæði.
Því miður kemur það fyrir að þeir stóru fjölmiðlar sem við höfum hér á landi birta oft gagnrýnislausar umfjallanir um allskyns rugl sem á að bæta hitt og þetta án þess að neitt konkret búi að baki nema að þetta sé - í grófum dráttum - "bara rosalega gott fyrir þig, skilurru?"
Kjaftæðisvakt Vantrúar reynir að vera mótvægi við þessum gagnrýnislausu umfjöllunum og við viljum eftir fremsta megni koma til móts við okkar lesendur og upplýsa ykkur og vonandi aðra um það gegndarlausa kjaftæði sem heillar sumar kreðsur.
Movable Type
knýr þennan vef