Móðir Teresa þykir nokkuð óumdeild á meðal almennings sem táknmynd kærleiks og auðmýktar. Oft er vísað til hennar í daglegu tali þegar sagt er að einhver „hafi ekki verið nein Móðir Teresa.“ Hún þykir því tákna hæsta viðmið góðmennsku. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín en þar má helst nefna friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir störf sín í þágu fátækra á Indlandi.
Fréttamiðlar hafa undanfarna daga verið fullir af afskaplega jákvæðum fréttum um nýja páfann. Til dæmis er óskeikull talsmaður skapara alheimsins víst ákaflega auðmjúkur. Vissulega eru leiðtogaskipti stærsta trúfélags heimsins fréttnæmur atburður en í öllum fagnaðarlátunum virðist fólk gleyma því fyrir hvað kaþólska kirkjan stendur.
Í vikunni bárust þær fréttir að Benedikt XVI páfi ætlaði að segja af sér. Þetta kom talsvert á óvart enda þarf að fara ein sexhundruð ár aftur í tímann til þess að finna fordæmi fyrir afsögn páfa, dauðinn er yfirleitt það sem kallar á páfaskipti. Þessi óvæntu tíðindi kölluðu eðlilega á miklar vangaveltur um hver væri raunveruleg ástæða fyrir afsögninni því að margir virtust ekki taka orð Benedikts um heilsufarsástæður vegna aldurs alvarlega.
Þann 21. október síðastliðinn leitaði ófrísk kona, Savita Halappanavar, á spítala í Írlandi með mikla bakverki. Læknar fundu út að hún var að missa fóstrið, hún var komin 17 vikur á leið. Daginn eftir óskaði hún eftir fóstueyðingu.
Þórhallur Heimisson, ríkiskirkjuprestur í Hafnarfirði, sjálfskipaður gæslumaður trúarinnar, réttlætisins og bræðralags tókst nýlega á hendur suðurgöngu að gömlum sið. Með í för voru fjörutíu iðrandi sálir hafnfirskar. Hópurinn bankaði upp á hjá Páfanum, sem hefur getið sér slæmt orð fyrir yfirhylmingu barnaníðingsskapar, smokkabann og andstöðu við öll almenn mannréttindi.
Movable Type
knýr þennan vef