Tilefni þessarar greinar um Múhammeð og Aishu er nýgenginn dómur Mannréttindadómstóls Evrópu. Í dómnum var það ekki talið varið með tjáningarfrelsinu að segja að Múhammeð hafi verið barnaníðingur.
Sumir segja að það eigi alls ekki að leyfa múslímum að koma til Íslands. Þeirri skoðun er stundum mótmælt með orðum á borð við: "Hvað myndi Jesús gera?” Spyrjandinn telur auðvitað að ljúfmennið Jesús myndi taka múslímum opnum örmum.
En hvernig kemur Jesús fram við múslíma samkvæmt kristinni trú?
Ég hef sterkar skoðanir á íslam, sem ég tel vera skaðleg trúarbrögð, og sennilega þau skaðlegustu á hnettinum. Ég get hins vegar ekki tjáð ástæður mínar og skoðanir á íslam með góðu móti. Það er ekki út af hinni svo-kölluðu rétttrúnaðarlögreglu eða frjálslyndum vinstrimönnum. Ég er heldur ekki hræddur við að móðga múslima. Ástæðan fyrir því að ég get varla sagt það sem ég vil segja um íslam er sú að þorri þeirrar gagnrýni sem höfð er uppi gegn íslam er í senn brjálæðisleg, veruleikafirrt og öfgafull.
Varla er mögulegt að finna bók sem fleira fólk hefur í hávegum en Kóraninn og líklega er ekkert trúarrit í heiminum sem fleira fólk trúir bókstaflega á en hann. Í hinum íslamska heimi kemur fólk saman í þúsunda vís og hlustar á upplestur úr Kóraninum, og vandfundin er bók sem er víðlesnari á heimsvísu. Auk þess hefur Kóraninn áhrif á löggjöf og menningu fjölda margra landa. Eins og titill greinarinnar gefur til kynna er hér fjallað um helvíti eins og því er lýst í Kóraninum, hverjir fara þangað og hvaða ályktanir megi draga af tilvist helvítis varðandi innræti og eðli þess Guðs sem Kóraninn boðar.
Undanfarin ár hef ég oft séð fólk, meðal annars trúleysingja, reyna að afneita að það sé til eitthvað sem má kalla íslamófóbía. Sérstaklega er því mótmælt þegar þetta er kennt við rasisma og þá er bent á að íslam sé ekki kynþáttur en í því samhengi er rétt að benda á að hugmyndin um kynþætti er sjálf óvísindaleg flokkun á fólki eftir yfirborðskenndum einkennum. Ég ætla ekki að segja hvort íslamófóbía sé rasismi en það er augljóslega margt líkt með þessu (sem sést líka þegar íslamófóbía fer að bitna á fólki sem hefur unnið það eitt til saka að líkjast múslimum).
Movable Type
knýr þennan vef