Þegar ég var menntaskólanemi og síðar ungur fullorðinn maður fannst mér oft eins og ég væri eini trúleysinginn í heiminum. Það þótti ekki til siðs í þá daga (já, það er svona stutt síðan) að vera mikið að úttala sig um að guðir væru ranghugmynd og mýta, enda var kirkjan alltumlykjandi í samfélaginu, átti skuldlaust allar stórhátíðirnar og stóru stundirnar í lífi manna. Hvað sem öllum vísindum leið áttum við að líta upp til presta og helst vera auðmjúk, spariklædd og pen í návist þeirra.
Fyrir 27 árum ca. fermdist ég borgaralega, eins og það hefur haldið áfram að kallast - þrátt fyrir tuðið í sumum.
Ég hef frá því að ég man eftir mér sem röflandi einstaklingi verið afar trúlaus. Aldrei getað fellt mig hið minnsta við hugmyndir um yfirnáttúru og guði. Það hentaði mér því mjög vel að það væri hægt að halda svona verða-fullorðinn-athöfn á guðlausum forsendum og ég valdi þá leið. Hef aldrei séð eftir því. Það var ljómandi vel lukkað og hróður þeirra athafna hefur stigmagnast með hverju árinu. Nú taka mörghundruð börn þátt, en voru bara 20-30 þegar ég var með.
Í mannkynssögunni hefur ótal sinnum komið til átaka og uppgjörs milli þjóðfélagshópa - til dæmis þjóðarbrota og stétta - um völd, ítök, réttindi og forréttindi. Óþarfi er að rekja það. En það er nánast algilt, að hóparnir sem hafa einhver forréttindi þykjast réttbornir til þeirra, og að það sé sjálfsagt að bægja öðrum hópum frá því að njóta þess sama, og nota jafnvel til þess ofbeldi ef því er að skipta. Þess vegna hafa uppreisnir og byltingar svo oft verið svona blóðugar.
Árið 1997 gerðu kirkjan og ríkið samkomulag um [að] kirkjan seldi ríkinu kirkjujarðir gegn þeirri skuldbindingu að ríkið greiddi laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. #
Ríkiskirkjan er búin að fá nóg. Hún ætlar ekki lengur að sætta sig við ”óréttlætið” og heimtar að þjóðin borgi kirkjunni það sem þjóðin skuldar henni. Kröfuna byggir kirkjan á því að hún hafi selt þjóðinni kirkjujarðir gegn því að þjóðin greiddi laun presta og starfsmanna ríkiskirkjunnar til eilífðar. Þetta kallar einhverjir ”tekjugrunn kirkjunnar”. Samningurinn var sturlaður en það er önnur umræða.
Undanfarin ár hef ég oft séð fólk, meðal annars trúleysingja, reyna að afneita að það sé til eitthvað sem má kalla íslamófóbía. Sérstaklega er því mótmælt þegar þetta er kennt við rasisma og þá er bent á að íslam sé ekki kynþáttur en í því samhengi er rétt að benda á að hugmyndin um kynþætti er sjálf óvísindaleg flokkun á fólki eftir yfirborðskenndum einkennum. Ég ætla ekki að segja hvort íslamófóbía sé rasismi en það er augljóslega margt líkt með þessu (sem sést líka þegar íslamófóbía fer að bitna á fólki sem hefur unnið það eitt til saka að líkjast múslimum).
Movable Type
knýr þennan vef