Endurskírandi tekinn af lífi með drekkingu árið 1592 í Weir.
Mynd frá þrátíu ára stríðinu sem sýnir kaþólskan prest blessa mótmælendur sem teknir eru af lífi.
Þegar svartidauði lagðist sem plága yfir Evrópu árið 1348 með tilheyrandi mannfelli voru kristnir íbúar álfunnar fljótir að finna sökudólga. Töldu kristnir að gyðingar eitruðu vatnsbrunna til að koma af stað farsótt í þeirra hverfum. Fjöldamorð hófust á gyðingum í u.þ.b. 300 bæjum. Engum gyðingi var eirt nema að hann gengist umsvifalaust undir skírn og tæki trú á Jesú Krist. Í Strassborg voru yfir 200 gyðingar drepnir með því safna þeim saman í kornhlöðu sem síðan var brennd með körlum, konum og börnum.
Það fer yfirleitt leynt að milljónir barna, kvenna og karla voru tekin af lífi í nafni Jesú Krists. Kristnir trúmenn kunna yfirleitt ekki að skammast sín frekar aðrir helfaraafneitarar. Fjöldamorðin, misþyrmingarnar og ómennska kristninnar er afsökuð sem mistök eða yfirsjón. Að kristnir gerendurnir voru ekki “rétt” kristnir eða afvegaleiddir syndarar. Þessi afsökun er jafn heimskuleg og af sama toga og sú sem fórnarlömb kirkjunnar voru oft dæmd fyrir. Ekki “rétt” kristinn eða villutrú voru orð böðulsins forðum. Í dag, sunnudag, streyma atvinnugóðmenni út til að boða fagnaðarerindið sem tók líf svo margra. Þeir styðjast við sömu bókmenntir og böðlarnir. Yfirburðastaða kirkjunnar í lífi hvers Íslendings var fengin með ofbeldi. Það er undarlegt að geta lifað sáttur við hlutverk sitt sem prestur í dag, það er svipað eins og að aka um á stolnum bíl þar sem eigandinn var myrtur.
[Lesa meira]
Movable Type
knýr þennan vef