Við höfum öll heyrt fólk nota orðið gervivísindi (pseudoscience) í niðrandi merkingu um ákveðin fræði eða kenningar sem viðkomandi telur ekki eiga við rök að styðjast. En hvað eru gervivísindi og hvernig eru þau frábrugðin því sem kalla má „alvöru” vísindi? Sumir nota orðið gervivísindi (eða samheitið hjáfræði) um fræðigreinar á borð við sálfræði, félagsfræði og jafnvel heimspeki, í þeirri trú að aðeins „hörð” vísindi eins og eðlis- og efnafræði geti talist til vísinda. Rétt merking orðsins á þó við hugmyndakerfi sem eru sett fram á vísindalegan hátt án þess að vísindastarf liggi þeim til grundvallar.
"...töfrahugsunarháttur er "grundvallarþáttur í hugsanaferli barns." --Zusne og Jones
Samkvæmt mannfræðingnum Dr. Philips Stevens Jr., felur hugtakið töfrahugsunarháttur í sér nokkra hluti, þar á meðal þá trú að allir hlutir tengist með kröftum sem hafnir eru yfir bæði efni og anda. Töfrahugsunarháttur gæðir hluti sem teljast táknrænir sérstökum kröftum. Samkvæmt Stevens, "trúir mikill meirihluti mannkyns á að raunveruleg tengsl séu á milli tákns og þess sem það stendur fyrir og að einhver raunveruleg og jafnvel mælanleg orka flæði þar á milli." Hann telur að þetta eigi sér taugafræðilegar skýringar, þótt innihald táknanna sjálfra eigi sér menningarlegar rætur.
Vitnisburður og litríkar frásagnir eru ein þeirra vinsælustu og mest sannfærandi sannana sem gefnar eru til að réttlæta trúnna á hið yfirnáttúrulega og dulræna, auk gervivísinda. Þrátt fyrir það eru frásagnir og vitnisburður lítils virði þegar kanna á sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem þau eiga að styðja. Einlægar og lifandi frásagnir einhvers af því þegar hann hitti engla eða Maríu guðsmóðir, geimverur, drauga, Stórfeta, barn sem hélt því fram að það hafi átt fyrri líf, sá fjólubláar árur í kringum deyjandi sjúklinga, kynntist ótrúlegum vatnsleitara (e. dowser), svífandi gúrú eða töfraskurðlækni duga skammt til að sannreyna hvort að réttlætanlegt sé að trúa á slíka hluti.
Lysenkoismi vísar til tímabils í rússneskum vísindum þar sem bóndinn og jarðyrkjumaðurinn Trofim Denisovich Lysenko (1898-1976) var í aðalhlutverki. Lysenko leiddi hreyfingu sem kennd var við Michurianisma á tímum Leníns og Stalíns. I. V. Michurin sjálfur var aftur á móti hallur undir Lamarckisma. Lamarck var franskur vísindamaður sem var uppi á átjándu öld og hann setti fram þróunarkenningu löngu fyrir daga Darwins. Kenningu Lamarcks hefur þó verið hafnað af þróunarlíffræðingum vegna þess að hún útskýrir ekki þróun á jafn sannfærandi hátt og kenningin um náttúruval gerir.
Svæðanudd er fótanudd sem notað er til að greina og lækna sjúkdóma. Á fjórða áratug síðustu aldar beitti Eunice Ingham (1889-1974) rakhníf Occams á kenningar dr. William Fitzgerald, sem settar voru fram í bók hans Svæðameðferð (e. Zone Therapy) (1917), og útkoman varð svæðanudd. Hún fjarlægði flest öll orkusvæði Fitzgeralds, sem hélt því fram að líkaminn hafi tíu slík svæði, og skildi einungis eftir fæturnar. Svæðanudd byggist á þeirri órökstuddu trú að sérhver hluti fótanna eigi sér samsvörun í líkamanum. Til dæmis er stóra táin svæði sem samsvarar höfðinu. Líkt og lithimnulestur notar lithimnu augans til að kortleggja líkamann, þá kortleggur svæðanuddið líkamann með fótunum þar sem hægri fóturinn samsvarar hægri hlið líkamans og vinstri fóturinn samsvarar vinstri hliðinni. Vegna þess að allur líkaminn á sér samsvörun í fótunum þá líta þeir, sem leggja stund á svæðanudd, á sig sem heildræna meðferðaraðila en ekki sem fótanuddara. Sögur herma að Forn-Kínverjar og Egyptar hafi lagt stund á svæðanudd og það er enn mjög vinsælt í Evrópu.
Algeng og quasi-algeng orð og hugtök er varðar gagnrýna hugsun
Movable Type
knýr þennan vef