Nýlega kom út bókin "Kristur - Saga hugmyndar" eftir Sverri Jakobsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Það er ekki oft sem að íslenskir fræðimenn birta heilu bækurnar um Jesú sjálfan og því var mjög spennandi að sjá hvað einn helsti sagnfræðingur landsins hafði til málanna að leggja.
Nýlega kom út bókin “Guð og gróðurhúsaáhrif" eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur, guðfræðiprófessor við HÍ. Bókin er samansafn greina eftir hana (auk einnar þýddrar greinar) og meginþema bókarinnar er eiginlega spurning um það hvert framlag guðfræðinnar getur verið til að berjast gegn þeim vanda sem orsakast af umhverfisspjöllum mannkyns.
Fyrir jólin 2008 gaf Árni Bergmann út bókina Glíman við Guð. Því miður datt útgefanda bókarinnar ekki í hug að senda okkur á Vantrú eintak til að við gætum dæmt ritið en það hefði vafalaust komið sér vel til að koma því í umræðuna. Ég ákvað því að kaupa bókina þegar ég rakst á hana á bókamarkaði um daginn á nærri þúsund krónur sem félagið Vantrú mun ekki endurgreiða mér þó ég sé að skrifa þennan ritdóm fyrir vefritið.
Í jól komu út tvær bækur sem gagnrýndu trúarbrögð, Ranghugmyndin um guð og Þú sem ert á himnum, en eins og venjulega komu nokkrar bækur þar sem trúmenn skrifa um ágæti eigin trúar. Ein þeirra var íslensk þýðing á Um Guð eftir Jonas Gardell.
Ekkert rit er líklegra til að grafa undan kristinni trú en Biblían, þ.e.a.s. ef menn lesa hana. Hins vegar er Biblían svo drepleiðinleg að líklega hafa fáir menn lesið hana frá upphafi til enda. Einn þeirra er Úlfar Þormóðsson og hann punktaði hjá sér það helsta við lesturinn jafnóðum auk athugasemda stíluðum á guð almáttugan. Úlfar hlaut dóm fyrir guðlast á sínum tíma og auðvitað geta lesendur Vantrúar lesið sér til um þann hræðilega glæp hérna (Ath. alls ekki fyrir viðkvæma guðfræðinema.)
Movable Type
knýr þennan vef