Þrátt fyrir að því sé stundum haldið fram að íslenskar biblíuþýðingar séu fræðilegar, er raunin að stundum er merking frumtextans bjöguð til að textinn gagnist kristni og kirkju. Fyrir rúmri öld var til dæmis “Heiðna biblían" afturkölluð af því að þýðandinn hafði á nokkrum stöðum þýtt rétt, en þvert á kristna hefð.
Þýðingin frá 2007 gerði suma texta meðfærilegri fyrir kristna menn. Söngur englanna við fæðingu Jesú. Eitt vers sem hefur alla tíð verið þýtt mjög kristilega er 17. vers 22. Davíðssálms.
Nýlega var ríkiskirkjupresturin Davíð Þór Jónsson í viðtali á Harmageddon. Hann hefur rannsakað sögu helvítis og þess vegna kom það mjög á óvart að heyra hann segja þetta:
Það stendur bara hvergi í biblíunni að andskotinn drottni yfir helvíti eða að við förum til helvítis eftir dauðann. Það bara stendur ekkert um það.
Þegar við endurbirtum grein Illuga Jökulssonar “en það bar ekki til um þessar mundir” árið 2013 sögðu prestar að auðvitað væru sögurnar af fæðingu Jesú skáldskapur: þetta gerðist ekki og bara bókstafstrúarmenn haldi að textarnir séu að tala um raunverulega atburði.
Nýlega birtist í Fréttablaðinu grein eftir Rúnar M. Þorsteinsson, guðfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Í greininni spyr hann: “Eiga femínismi og Biblían samleið?”. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að “Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman". Það er kolrangt.
Ríkiskirkjan skammast sín fyrir biblíuna. Þrátt fyrir að talsmenn hennar berjist fyrir því að Nýja testamentinu sé dreift til skólabarna og þrátt fyrir að biblían sé höfð upp á altörum í kirkjum landsins, þá skammast Þjóðkirkjan sín fyrir hana. Það þarf ekki annað en að skoða hvernig Þjóðkirkjan vitnar í biblíuna til að sjá það.
Movable Type
knýr þennan vef