Prestar og trúboðar leggja allra manna mest áherzlu á sína eigin vellíðan, hugsa um ekkert annað en það, að þeim sjálfum vegni ágætlega í ÞESSUM HEIMI, að þeir sjálfir geti orðið eins langlífir og frekast er unnt. "Spírítistar" svonefndir, sem ljúga því vísvitandi eða óafvitandi, að þeir hafi sannanir fyrir því, að meðvitundin lifi eftir líkamsdauðann, eru næst prestunum og trúboðunum allra manna varfærnastir um heilsu sína, sækjast eftir auði og gjöfum hans: lífsþægindum og öryggi gegn áhyggjum af skorti, og vilja um fram allt ekki deyja fyrr en í fulla hnefana! [s. 7]
Textabrotið er eftir Jóhannes Birkiland og er tekið úr bókinni "Sannleikur" sem höfundur gaf sjálfur út árið 1953. Jóhannes þessi var efalaust talinn klikkhaus og sérvitringur, dóni og níðingur. En þrátt fyrir að vera álitinn af samtíðarmönnum sínum sem gagnslaus furðufugl þá er talið að frá árunum 1927-1953 hafi hann skrifað og gefið út minnst sex bækur og tugi smárita.
Samband kristni og þjóðar er þúsund ára eins og talsmenn kristni benda okkur oft á. Hvernig var sambandið? Hér er skemmtilegt dæmi úr Húsagatilskipun frá 1746 sem voru kristileg tilmæli frá yfirvöldum til bænda um að berja heimilisfólkið ef það varð uppvíst að ókristilegu athæfi. Undir það flokkaðist; sögur um sjálft sig, sóðakjaftur, skop, rímur, klámvísur og annað “ósæmilegt tal.” Beinlínis allt sem fólki fannst fyndið og skemmtilegt. Ef bændur fóru ekki eftir þessu, þá voru þeir barðir sjálfir.
Það er vinsælt hjá klerkum landsins að reyna að sverta trúleysi með því að fullyrða þvert á allar heimildir að Adolf Hitler hafi verið trúlaus og að nasisminn hafi verið trúleysishreyfing. Áður fyrr var annar hljómur í kristnum mönnum, eins og má sjá í greininni Örlagaríkir tímar.
Árið 2003 birti Hjörtur Magni fríkirkjuprestur póst sem þáverandi formaður Prestafélags Íslands hafði sent á lokaðan póstlista presta. Efni póstsins var trúfélagaskráning fermingarbarna.
Árið 1908 kom út ný íslensk biblíuþýðing. Tveimur árum seinna var þessi nýja þýðing hins vegar ekki lengur fáanlegar á Íslandi, af því að breska biblíufélagið, sem hafði gefið út biblíuna, hafði keypt aftur flestar af þeim biblíum sem höfðu verið prentaðar, og neitaði að prenta fleiri.
Movable Type
knýr þennan vef