Viðbrögðin við síðustu grein minni, Guð er ekki til, hafa verið gríðarlega mikil. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og víðar. Margir prestar hafa stigið fram og skrifað svargreinar bæði á visir.is og á tru.is. Mér finnst ég því knúinn til að koma með eitthvað andsvar, leiðrétta rangfærslur og misskilning og reyna að útskýra afstöðu mína betur efnislega í leiðinni.
Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. Fyrir mömmu var trú félagsleg siðvenja. Skírn, ferming, gifting osfrv. hafði fyrst og fremst veraldlegan og félagslegan tilgang. Hún lagði til dæmis mikla áherslu á að ég fermdist en ræddi aldrei trúmál við mig og aldrei heyrði ég hana ræða þau við aðra.
„Afhverju mótmæliði ekki múslimum?“
„Mættir gera meira grín að íslam líka...“
„Hvar er gagnrýnin á Kóraninn?“
Kæri háværi minnihluti.
Ég veit að ykkur gengur gott eitt til en þessi krossferð ykkar gegn fræðslu í skólum er komin út fyrir allan þjófabálk.
Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.
Movable Type
knýr þennan vef