Atkvæðin fyrir Ágústínuarsverðlaun 2014 hafa verið talin og niðurstaðan er komin í hús. Sigurvegari vann með afgerandi hætti en við skulum byrja á þriðja sæti.
Lesendur hafa eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu og verið með heilaga öndina í hálsinum eftir mestu og merkilegustu verðlaununum sem veitt er fyrir framúrskarandi guðvísindi á Íslandi sem nefnt er til höfuðs hins heilaga kirkjuföðurs og músíkants Ágústínus frá Hippó. Úr vöndu var að velja fyrir síðasta ár sem og fyrri ár, en dómnefnd hefur valið úr stórum hópi umsækjanda tíu eftirminnilegar guðfræðilegar uppgötvanir umrætt ár. Vantrú færir nú valdið í hendur lesenda til að velja úr þessum hópi þátttakenda þríeinan sigurvegara fyrir Ágústínusarverðlaunin árið 2014.
Dómnefnd Vantrúar hefur nú lokið því að telja öll þau atkvæði sem bárust í kosningunum um Ágústínusarverðlaunin fyrir árið 2013. Hér eru verðlaunahafarnir.
Við viljum minna lesendur okkar á að enn er hægt að taka þátt í kosningu Ágústínusarverðlauna 2013. Á meðan við bíðum eftir að kosningunni ljúki þá viljum við gefa lesendum leyfi á að njóta nokkurra þeirra tilnefninga sem ekki komust í úrslitin:
Nú er komið að Nóbelsverðlaunum guðfræðinnar, sjálfum Ágústínusarverðlaununum. Dómnefnd Vantrúar, í samvinnu við kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar, hefur farið yfir tugi tilnefninga og valið tíu. Nú er komið að þér, lesandi góður, að kjósa þann guðfræðing sem hefur fleytt drottningu vísindanna, guðfræðinni, mest áfram.
Movable Type
knýr þennan vef