Margir mundu kannski segja að maður eigi ekki endilega að taka Biblíuna alveg trúarlega, meira að segja sumir kristnir menn halda því fram. Ég hef heyrt að það að vera bókstafstrúar sé ekki gott og jafnvel hættulegt.
En ég hef fengið að upplifa hvað Biblían er trú og að einmitt það að trúa hverju orði getur verið haldreipi manns í lífinu.#
Lýðræði og trú tengjast órofa böndum, sá sem játar trú á Jesú Krist elskar hann og virðir hlýtur einnig að virða og elska lýðræðið. #
11. Hvernig útskýrir þú hið illa. Bölið í heiminum?
Með tilvist þess sem getið er í Jóh. 12:31 [djöfullinn!]” #
Án þekkingar á Biblíunni eru menn ólæsir á vestræna menningu, þar sem úir og grúir af tilvísunum í biblíusögur, bæði í bókmenntum, myndlist og tónlist, og eru ófærir um að taka þátt í umræðu um trúmál almennt og tengsl trúar og menningar í eigin samfélagi. #
Í vantrú er meiri hætta á að við sökkvum í hyldýpi myrkurs og magnleysis, ótta og angistar, sjálfselsku og siðleysis, eiturs og illsku – (og svo mætti áfram telja) einfaldlega vegna þess að vantrúna vantar hömlur og haldreipi sem hverjum manni eru nauðsynleg tæki á vandrötuðu neti veraldar. #
Ég er sannfærð um að í hverju nýfæddu barni búi frækorn kærleikans, þ.e.a.s. eiginleiki sem aðeins Guð getur gefið manneskjunni, eiginleikinn til þess að elska. Jafn líklegt þykir mér að Guð hafi eitthvað að gera með það að sérhver manneskja hefur þörf fyrir það að vera elskuð. Og vegna þess að Guð er skapari alls sem lifir, upphaf alls og endir, hlýtur hver manneskja að leita Guðs og það er þessi leit manneskjunar að Guði sem við köllum TRÚ.#
En hugsum aðeins um raunveruleika efasemdarfólks. Efasemdarfólk hefur daginn á því að setjast við tölvur sínar og lesa bréf sem einhver annars staðar á landinu eða jafnvel í fjarlægum löndum hefur skrifað þá um morguninn. Bréfin skila sér eftir einhverjum ósýnilegum leiðum. Efasemdarfólkið kveikir ljós og ristar brauð með tækjum sem eru knúin af ósýnilegu rafmagni. Efasemdarfólk talar í gemsana sína og á skype-inu með ósýnilegum þræði yfir lönd og álfur. En efasemdarfólkið trúir ekki á Jesú nema það fái að snerta og koma við sárin. #
Allt lifir af því að allt er frá Guði, borðið er lifandi og líka steinar, bara annars lífs en við. - Orðið (rit guðfræðinema) 2012 bls 27.
Án Jesú er lífið innihaldslaust og flatt- nánast merkingarlaust þegar að er gáð; þegar Jesús kemur inn í lífið verður það líf í gnæð og gleði.#
Það [bókasafnið biblían] er sagan af guði sem veit ekki sitt rjúkandi ráð vegna þess að hún elskar svo heitt, skapar af slíkri ástríðu og þráir samfélag manna. Þessi guð gerir m.a.s. glappaskot í ástarangist sinni yfir sundrungu mannanna að hún drekkir öllu lífi í flóði, sér eftir öllu saman og gefur Nóa og fjölskyldu hans loforð um að endurtaka slíkan leik aldrei framar. #
Movable Type
knýr þennan vef