Ágústínusarverðlaun Vantrúar 2010
Óneitanlega hafa margir guðspekingar, -doktorar og -fræðingar beðið með greipar spenntar í von um að vera tilnefndur til hinna eftirsóttu Ágústínusarverðlauna Vantrúar vegna afreka og gjörða í guðfræðilegum vísindum árið 2010. Þessi afar eftirsóttu verðlaun hafa verið veitt ár hvert síðan 2006. Sérstök og leynileg dómnefnd hefur nú undanfarna þrjá mánuði farið yfir hvern einasta stafkrók lærðra sem leikna guðvísindamenn sem tilnefndir voru árið 2010 og skilað af sér 10 tilnefningum sem lesendum býðst að kjósa um í leynilegri kosningu sem ætti að standast allar alþjóðlegar kröfur.
Kosning stendur yfir í fimm daga. Og við
lofum að birta niðurstöðurnar þann 13. apríl.
Hvernig skal kjósa
Gefið tilvitnunum eina til fimm stjörnur eftir því hvort þau verðskuldi Ágústínusarverðlaun. Fjöldi stjarna á að vera í beinu samhengi við gæði tilvitnanna, bestu tilvitnarnir verðskulda fimm stjörnur, þær verstu eina. Munið að hér er öllu snúið á haus og sigurvegarinn, sá sem flestar stjörnur mun hljóta, er sú tilvitnun sem ögrar mannlegri skynsemi mest - þau orð sem einungis þrautþjálfur ríkiskirkjufræðingur gæti látið út úr sér að vandlega íhuguðu máli.
Athugið að gefa þarf
öllum tilvitnunum stjörnu til að atkvæðið telji. Veljið að lokum
Senda neðst á síðunni til að koma atkvæðum ykkar til skila.
Kosning Ágústínusarverðlauna 2010:
Á meðan þið bíðið eftir niðurstöðum kosninganna getið þið skoðað Ágústínusarverðlaun síðustu ára: