Vantrú sagði frá því fyrir skömmu að ríkiskirkjan hefur ákveðið að greiða KOM – almannatengslum 225.000 krónur á mánuði í fjóra mánuði til þess að veita ráðgjöf og þjónustu á sviði fjölmiðla og almannatengsla. Það vekur auðvitað upp ákveðna spurningu: af hvaða tilefni?
Þessari spurningu er hins vegar auðsvarað. Upp á síðkastið hafa hvað eftir annað komið upp mál sem hafa ekki passað nógu vil við ímyndina sem kirkjan vill hafa sem leiðandi afl í siðferðismálum í landinu. Fyrrverandi biskup misnotaði dóttur sína, núverandi biskup varð ásamt dómkirkjupresti uppvís að því að hafa reynt að þagga niður kynferðisbrotamál innan kirkjunnar, reglulega koma nú upp misgömul kynferðisbrotamál þar sem prestar sem jafnvel eru ennþá starfandi eru gerendur og það virðist ekki ríkja sátt um það meðal presta hvort þeir þurfi að fara eftir Barnaverndarlögum í störfum sínum. Þegar við bætist að núverandi biskup virðist ófær að tjá sig um þá sem ekki deila trúarskoðunum hans án þess að gera lítið úr þeim verður augljóst af hverju þykkt seðlaveskið var opnað.
Og miðað við hvernig umræðunni um tillögur Mannréttindanefndar um hvernig samskiptum trúfélaga og menntastofnanna skuli hagað hefur verið kerfisbundið spillt af útsendurum Biskupsstofu virðist ríkiskirkjan svo sannarlega ekki hafa keypt köttinn í sekknum. Hver á eftir öðrum ganga málsmetandi menn fram á sjónarsviðið og byrja að ræða hvort að rétt sé að afnema kristinfræðikennslu þrátt fyrir að ekki standi til að breyta neinu þar að lútandi. Fólk heldur jafnvel að nái tillögurnar fram að ganga kærleik og umbyrðarlyndi vera útrýmt úr skólastofum og að ekki verði einu sinni hægt að útskýra tilgang jólanna fyrir nemendum, hvað þá að gera sér dagamun þeirra vegna.
Þeir eru væntanlega himinlifandi makkerarnir á Laugarvegi 31. Tæp milljón fyrir þennan árangur er gjöf en ekki gjald.
Ætli þeir séu ekki líka farnir að sjá fram á að það styttist hugsanlega í aðskilnað ríkis og kirkju vegna stjórnlagaþings og endurskoðun á stjórnaskrá. Það er stórt peningamál fyrir þá að koma í veg fyrir það með öllum ráðum (jafnt bænum sem almannatengslabrögðum).
Reynir ... ég sé ekki betur en að tengillinn sem þú settir inn vísi á teikningu síðan 2006 og getur því seint talist vera "umfjöllun" um málið eins og þú segir nánast beinum orðum.
Ykkur í Vantrú veitti reyndar ekki af því að fá góðan PR-mann í lið með ykkur, svo klaufalega hafið þið haldið á málum allt frá stofnun félagsins.
Frekar hafið þið nefnilega espað fólk á móti trúlausum en með og búið til grýlu úr okkur sem tekur mörg ár að leiðrétta. Ég held þið ættuð að hugsa ykkar gang.
http://www.lolblog.co.uk/wp-content/uploads/2008/10/facepalm.jpg
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/11/10 09:21 #
Þetta hlýtur líka umfjöllun erlendis.