Eftir að hafa legið yfir tilnefningum daga og nætur hefur dómnefnd Ágústínusarverðlaunanna loks valið tíu tilvitnanir sem keppa um hin eftirsóttu Ágústínusarverðlaun. Í ár verður hins vegar tekin upp sú nýbreytni að lesendur Vantrúar fá að kjósa á milli þessara tíu fleygu tilvitnana.
Hér eru tilnefningarnar í stafrófsröð hinna tilnefndu. Gefið tilvitnunum eina til fimm stjörnur eftir því hvort þau verðskuldi Ágústínusarverðlaun. Fjöldi stjarna á að vera í beinu samhengi við gæði tilvitnanna, bestu tilvitnarnir verðskulda fimm stjörnur, þær verstu eina. Munið að hér er öllu snúið á haus og sigurvegarinn, sá sem flestar stjörnur mun hljóta, er sú tilvitnun sem ögrar mannlegri skynsemi mest - þau orð sem einungis þrautþjálfur ríkiskirkjufræðingur gæti látið út úr sér að vandlega íhuguðu máli.
Athugið að gefa þarf öllum tilvitnunum stjörnu til að atkvæðið telji. Veljið að lokum Senda neðst á síðunni til að koma atkvæðum ykkar til skila.
Kosningu í Ágústínusarverðlaununum 2008 er lokið. Niðurstöður verða tilkynntar á morgun. Takk fyrir að hjálpa til.
Movable Type
knýr þennan vef